fbpx
Þriðjudagur 24.nóvember 2020
Eyjan

Björn Leví: „Við því segi ég: Bull“

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 21. október 2020 10:07

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Get­um við gert bet­ur? Við öll? Ég myndi halda að aug­ljósa svarið sé já.“

Svona hefst pistill sem Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, skrifar en pistillinn birtist í Morgunblaðinu í dag. „Ekk­ert er svo full­komið að það end­ist að eilífu. Við get­um alltaf gert bet­ur, eða að minnsta kosti reynt það. Hvernig ger­um við bet­ur væri kannski eðli­leg fram­halds­spurn­ing, því sitt sýn­ist hverj­um um hvað er hægt að gera bet­ur,“ segir hann.

Björn talar um fyrirkomulagið lýðræði í pistlinum og segir að við höfum búið til það fyrirkomulag til þess að ákveða hvað við viljum að betur sé gert. „Al­veg eins og öll sköp­un­ar­verk manns­ins þá er lýðræði ekki full­komið, en það er besta aðferðin sem við höf­um,“ segir Björn.

„Lýðræði er ekki ein­falt verk­færi eins og ham­ar, það er marg­slungið og búið alls kon­ar tækj­um og tól­um til þess að passa upp á ein­fald­leika og til­lits­semi. Við erum með kjörna full­trúa, at­kvæðagreiðslur um ein­stök mál, þrískipt­ingu valds, fjórða valdið, fimmta valdið, mál­frelsi, funda­frelsi og get­um safnað und­ir­skrift­um til stuðnings mál­um svo ein­hver dæmi séu nefnd.“

„Það er þjóðin sem set­ur vald­höf­um leik­regl­ur“

Björn segir að það ættu allir að hugsa sig tvisvar um ef stjórnvöld framfylgja ekki lýðræðislegum niðurstöðum. „Jafn­vel þó stjórn­völd séu ósam­mála niður­stöðunni. Sér­stak­lega ef stjórn­völd eru ósam­mála, ef satt skal segja. Því hvernig get­um við kallað okk­ur lýðveldi ef við erum með stjórn­völd sem fara ekki eft­ir lýðræðis­leg­um niður­stöðum?“ spyr Björn.

Þessar lýðræðislegu niðurstöður sem Björn er að vísa til varða þjóðaratvkæðisgreiðsluna sem fór fram árið 2012, en þá var kosið um að nota tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga.

„Ég vil taka það sér­stak­lega fram að þó það sé lýðræðis­leg krafa til Alþing­is að vinna frum­varp að nýrri stjórn­ar­skrá sem er byggð á til­lög­um stjórn­lagaráðs þá segir það auðvitað ekk­ert um skyldu þing­manna til þess að greiða at­kvæði á einn eða ann­an hátt,“ segir Björn.

„Hver þingmaður er auðvitað bund­inn sann­fær­ingu sinni. Eng­inn þingmaður ætti hins veg­ar að geta hafnað því að leyfa þjóðinni að hafa loka­orðið um breyt­ing­ar á stjórn­ar­skrá, því það er jú þjóðin sem er stjórn­ar­skrár­gjaf­inn. Það er þjóðin sem set­ur vald­höf­um leik­regl­ur.“

„Við því segi ég: Bull“

Björn bendir á að átta ár eru liðin síðan meirihluti kjósenda sagði að það ætti að setja nýja stjórnarskrá. „Ég tel það vera merki um dug­leysi og gagns­leysi Alþing­is að geta ekki klárað mál sem hlaut stuðning auk­ins meiri­hluta kjós­enda í þjóðar­at­kvæðagreiðslu,“ segir hann.

„Þetta ger­ist þrátt fyr­ir að nú­ver­andi stjórn­ar­flokk­ar hafi haft það sem áherslu­mál í kosn­ing­um að fram­fylgja niður­stöðum þjóðar­at­kvæðagreiðslunn­ar. Fyr­ir kosn­ing­ar 2013 var það stefna Fram­sókn­ar­flokks­ins og fyr­ir kosn­ing­arn­ar 2017 var það stefna Vinstri grænna. Báðir flokk­arn­ir stungu því lof­orði ofan í skúffu eftir kosn­ing­ar.“

Í lokin segir Björn að hann hafi heyrt að niðurstöður kosninga hafi ekki skilað þingmeirihluta fyrir nýrri stjórnarskrá. „Við því segi ég: Bull. Því þó flokk­ar hafi svikið kosn­ingalof­orð um að klára stjórn­ar­skrár­málið þá voru þeir flokk­ar sem lofuðu því klár­lega í meiri­hluta á þingi á öll­um kjör­tíma­bil­um eft­ir þjóðaratkvæðagreiðsluna. Að minnsta kosti í orði.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Vilhjálmur með mikilvæg skilaboð – „Gríðarlegir hagsmunir í húfi fyrir skuldsett heimili“

Vilhjálmur með mikilvæg skilaboð – „Gríðarlegir hagsmunir í húfi fyrir skuldsett heimili“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Leggja til að frítekjumark hækki í 300 þúsund

Leggja til að frítekjumark hækki í 300 þúsund
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn segir að því sé enn ósvarað hvort mistök hafi verið gerð á Landakoti

Björn segir að því sé enn ósvarað hvort mistök hafi verið gerð á Landakoti
Eyjan
Fyrir 1 viku

Heitt í hamsi á Alþingi vegna vaxtahækkanna – „Ég er algjörlega ORÐLAUS!“

Heitt í hamsi á Alþingi vegna vaxtahækkanna – „Ég er algjörlega ORÐLAUS!“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólína lyftir hulunni – „Þessa bók þurfti að skrifa“

Ólína lyftir hulunni – „Þessa bók þurfti að skrifa“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Upplýsingafulltrúi Íslenskrar erfðagreiningar segir Brynjari og Sigríði til syndanna – „Hvað eru þau eiginlega að leggja til?“

Upplýsingafulltrúi Íslenskrar erfðagreiningar segir Brynjari og Sigríði til syndanna – „Hvað eru þau eiginlega að leggja til?“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl segir ríkisstjórnina vega að leigubílstjórum – „Leyfislausir skutlarar og aðrir lögbrjótar“

Karl segir ríkisstjórnina vega að leigubílstjórum – „Leyfislausir skutlarar og aðrir lögbrjótar“
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Menn með svona hættulegar skoðanir eru auðvitað bæði holdsveikir og geislavirkir“

„Menn með svona hættulegar skoðanir eru auðvitað bæði holdsveikir og geislavirkir“