fbpx
Sunnudagur 29.nóvember 2020
Eyjan

Helgi hafður að háði og biðst afsökunar – „Alveg sama um eldri borgarann í pontunni“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 20. október 2020 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þingmanni Pírata, Helga Hrafni Gunnarssyni, var mikið brugðið þegar jarðskjálftinn reið yfir Alþingi í dag. Var hann gagnrýndur á Twitter fyrir að hafa flúið úr pontu og skilið Steingrím J. Sigfússon, forseta Alþingis, eftir.

„Alveg sama um eldri borgarann í pontunni bjargar bara eigin skinni,“ tísti einn.

Helgi Hrafn svaraði fyrir uppákomuna.

„Já ég biðst afsökunar á þessu, ég hefði átt að rífa Steingrím J. Sigfússon í snarhasti úr forsetastól, skella honum á axlirnar á mér og stökkva fram af Alþingissvölunum. Sé það núna. Afsakið mig.“

Margir veittu því efalaust eftirtekt á útsendingu Alþingis að Steingrímur J. kippti sér lítið upp við skjálftann.

Helgi Hrafn segir um Steingrím.

„Annars er Steingrímur J. Sigfússon týpan sem hleypur upp á Esjuna bara til að fá sér ferskt loft. Veit ekki alveg hvernig hann tæki því að einhver tölvulúði í Pírötum færi að reyna að bjarga honum í jarðskjálfta“

Spaugarinn Villi Neto var ekki lengi að skella í myndband þar sem hann gerði grín að Helga Hrafni

 

Fleiri hentu gaman að uppákomunni

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hjartnæm minningarstund á Alþingi: „Glaðlyndur að eðlisfari, hnyttinn í orðum og spaugsamur“

Hjartnæm minningarstund á Alþingi: „Glaðlyndur að eðlisfari, hnyttinn í orðum og spaugsamur“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Willum segir aðhaldskröfuna á Landspítalann vera 400 milljónir en ekki 4,3 milljarða

Willum segir aðhaldskröfuna á Landspítalann vera 400 milljónir en ekki 4,3 milljarða
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Smátt og smátt hverfur öll kímnigáfa og depurð og kvíði yfirtekur allt“

„Smátt og smátt hverfur öll kímnigáfa og depurð og kvíði yfirtekur allt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ásakanir um hreinsanir hjá Upplýsingatækniþjónustu Reykjavíkurborgar – „Nótt hinna löngu hnífa“

Ásakanir um hreinsanir hjá Upplýsingatækniþjónustu Reykjavíkurborgar – „Nótt hinna löngu hnífa“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Steingrímur J. kveður brátt – Vinstri græn standa á krossgötum

Steingrímur J. kveður brátt – Vinstri græn standa á krossgötum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir meirihlutann fórna almannahagsmunum fyrir stundargróða

Segir meirihlutann fórna almannahagsmunum fyrir stundargróða