fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

„Ríkisstjórnin býður áfram upp á samhengisleysi í aðgerðum sínum“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 2. október 2020 10:30

Björn Leví Gunnarsson. Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata,  gefur lítið fyrir fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem á að vísa veginn út úr COVID-19 efnahagskreppunni sem nú ríkir. Segir hann áætlunina sundurlausa og handahófskenndar.  Þetta kom fram í pistli Björns í Morgunblaðinu í dag.

„Það verður að segjast eins og er að áætlunin er nákvæmlega eins og allar fyrri aðgerðir ríkisstjórnarinnar. Sundurlaus og handahófskennd. Rétt eins og nýlegar stöðuleikaaðgerðir ríkisstjórnarinnar sem voru kynntar sem „nýjar“ aðgerðir,“ skrifar Björn. 

Ríkisstjórnin hefur ákveðið að framlengja verkefnið „Allir vinna“ sem Björn telur kaldhæðnislegt heiti í ljósi þess að sögulegt atvinnuleysi er nú á Íslandi. Einnig gagnrýnir Björn markaðsátakið sem ríkisstjórnin bauð út í sumar sem átti að laða erlenda ferðamenn til landsins.

„Hugsið aðeins um það. Kófið er að valda mestu efnahagskreppu sem við höfum séð í heila öld og heildarmyndin í aðgerðum ríkisstjórnarinnar er engin. Markaðsátak fyrir erlenda ferðamenn var mikilvægara en nýsköpun í fyrsta aðgerðarpakkanum og svo var fyrirtækjum bæði borgað fyrir að halda fólki í vinnu og til þess að segja þeim upp.“

Í áætlunum ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir auknum fjárveitingum til nýsköpunar. Stjórnarandstaðan hafi lagt slíkt til strax í vor en þær hugmyndir fengu litlar undirtektir hjá ríkisstjórninni.

Eins hafi stjórnarandstaðan lagt til heildstæðan pakka af aðgerðum í heilbrigðismálum sem ríkisstjórnin lagði svo sjálf fram seinna.

„Stjórnarandstaðan lagði einnig fram heildstæða pakka af aðgerðum í heilbrigðismálum (sem ríkisstjórnin lagði svo fram seinna) og opinberum framkvæmdum. Það gat stjórnarandstaðan gert á einungis níu dögum, lagt fram aðgerðir sem voru heildstæðari en allt sem ríkisstjórnin hefur lagt fram hingað til.

Stjórnvöld gáfu sér hins vegar hálft ár til að fínpússa aðgerðir sínar og hver var afraksturinn? Misræmi.“ Til að mynda er bæði gert ráð fyrir 3,6% og 5,2% hækkun launa á næsta ári.“

Veltir Björn því fyrir sér hvers vegna stuðst sé við tvær ólíkra tölur varðandi hækkun launa.

„Hvers vegna er stuðst við tvær tölur? Enginn veit. Hvers vegna hækkar lífeyrir almannatrygginga þá bara um 3,6% en ekki 5,2%. Svona eins og í upphafi þessa árs þegar lífeyrir hækkaði um 3,5% en laun þingmanna um 6,3%.“

Aðeins einum milljarði sé bætt við loftslagsvarnir, en allt bendir til þess að Ísland þurfi að borga marga milljarða á ári fyrir að uppfylla ekki alþjóðlegar skuldbindingar.

„Þeir milljarðar munu óhjákvæmilega enda sem skattar á almenning.

Ríkisstjórnin býður því áfram upp á samhengisleysi í aðgerðum sínum, sem fer að verða samhengi í sjálfi sér. Fleiri handahófskenndar aðgerðir sem engar greiningar liggja á bak við.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins