fbpx
Þriðjudagur 24.nóvember 2020
Eyjan

Skýtur föstum skotum á Benedikt – „Óskiljanlegt að þeir gangi ekki alltaf á rauðum dregli“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 19. október 2020 14:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er duglegur að tjá sig um pólítík og samfélagið á samfélagsmiðlum. Gjarnan af mikilli kaldhæðni og á léttu nótunum. Í pistli sem hann birti í dag skýtur hann föstum skotum að flokkum sem hafa verið stofnaðir utan um eitt málefni og þykir það nokkuð víst að hann vísar í málflutning sínum til Viðreisnar og Benedikts Jóhannessonar, stofnanda flokksins.
„Þekkt hefur verið lengi að í hverjum stjórnmálaflokki eru einstaklingar sem eiga það sameiginlegt að þeim finnst óskiljanlegt að þeir gangi ekki alltaf á rauðum dregli, eins gáfaðir og skynsamir þeir eru. Þegar svo stendur á stofna þeir gjarnan nýjan flokk. Þeir eru nokkrir en köllum þá bara Bensa til að blekkja þá,“ skrifar Brynjar.
Benedikt Jóhannesson stofnaði Viðreisn árið 2016. Áður hafði hann verið í Sjálfstæðisflokknum en sagði sig úr honum vegna ágreinings um aðild að Evrópusambandinu, en Benedikt vill ganga í sambandið á meðan þorri Sjálfstæðismanna er á móti því.
Bensi stofnar flokk kringum sjálfan sig með um það bil eitt málefni á stefnuskrá. Þegar Bensi skynjar að þetta eina mál nýtur takmarkaðs fylgis meðal þjóðarinnar notar hann alla þekkta frasa í sýndarmennsku sem til eru og stundar yfirboð eftir hentugleika. Þegar Bensa er hafnað af kjósendum í einu kjördæmi færir hann sig yfir í annað og mun gera það þar til þjóðin áttar sig á því hvað hann er gáfaður og skynsamur,“ segir Brynjar. 
Benedikt tilkynnti nýlega að hann ætli sér að verða oddviti Viðreisnar í einu þriggja kjördæma höfuðborgarsvæðisins í komandi þingkosningum. Eftir að Viðreisn komst í ríkisstjórn árið 2016 varð Benedikt fjármála- og efnahagsráðherra. Sú ríkisstjórn sat einungis í átta mánuði og fór Viðreisn illa eftir þá stjórnarsetu og mældist fylgi þeirra gífurlega lítið fyrir kosningarnar 2017. Sagði Benedikt þá af sér sem formaður og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir tók við keflinu.
Brynjar heldur áfram:
Bensi er gjarnan þvermóður mikill en samt prinsipplaus, eins skrítið og það er. Hann skreytir sig með frjálslyndi og frelsi enda söluvænir frasar. Bensa finnst samt að frelsi annarra eigi að miða við hvað honum sjálfum finnst skynsamlegt og rétt. Bensi er ráðstjórnarmaður í eðli sínu og þess vegna er mjög líklegt að Bensi hrífist að aðild að ESB.
Bensi boðar auðvitað heiðarleg stjórnmál og málefnalega rökræðu í stað þes að fara í manninn. Bensi er fyndinn og hefur allt til að bera til að vera hinn fullkomni stjórnmálamaður. Bensi skilur því ekki af hverju kjósendur eru svona vitlausir eða blindir að sjá þetta ekki.“
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Vilhjálmur með mikilvæg skilaboð – „Gríðarlegir hagsmunir í húfi fyrir skuldsett heimili“

Vilhjálmur með mikilvæg skilaboð – „Gríðarlegir hagsmunir í húfi fyrir skuldsett heimili“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Leggja til að frítekjumark hækki í 300 þúsund

Leggja til að frítekjumark hækki í 300 þúsund
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn segir að því sé enn ósvarað hvort mistök hafi verið gerð á Landakoti

Björn segir að því sé enn ósvarað hvort mistök hafi verið gerð á Landakoti
Eyjan
Fyrir 1 viku

Heitt í hamsi á Alþingi vegna vaxtahækkanna – „Ég er algjörlega ORÐLAUS!“

Heitt í hamsi á Alþingi vegna vaxtahækkanna – „Ég er algjörlega ORÐLAUS!“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólína lyftir hulunni – „Þessa bók þurfti að skrifa“

Ólína lyftir hulunni – „Þessa bók þurfti að skrifa“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Upplýsingafulltrúi Íslenskrar erfðagreiningar segir Brynjari og Sigríði til syndanna – „Hvað eru þau eiginlega að leggja til?“

Upplýsingafulltrúi Íslenskrar erfðagreiningar segir Brynjari og Sigríði til syndanna – „Hvað eru þau eiginlega að leggja til?“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl segir ríkisstjórnina vega að leigubílstjórum – „Leyfislausir skutlarar og aðrir lögbrjótar“

Karl segir ríkisstjórnina vega að leigubílstjórum – „Leyfislausir skutlarar og aðrir lögbrjótar“
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Menn með svona hættulegar skoðanir eru auðvitað bæði holdsveikir og geislavirkir“

„Menn með svona hættulegar skoðanir eru auðvitað bæði holdsveikir og geislavirkir“