fbpx
Laugardagur 23.janúar 2021
Eyjan

Katrín segir almenning hafa verið svikinn – „Hrægammar sem græða svo á neyðinni“

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 19. október 2020 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Er þetta samfélag sem við viljum?“ spyr Katrín Baldursdóttir, stjórnmálafræðingur og pistlahöfundur, í pistli sem birtist á Miðjunni í dag.

„Svo fátækt fólk að það á ekki ofan í sig að éta. Ekki mat fyrir börnin. Hundruð í röð eftir matargjöfum. Almenningur er skynsamur og vill þetta ekki svona,“ segir Katrín sem vill meina að stjórnvöld hafi skapað þetta ástand.

„En reyna að klína því á Covid. Auðvitað er þetta ekki Covid að kenna, heldur hvernig ríkisstjórnin skiptir þjóðarkökunni. Það er ekkert tekið af þeim ríku. Þeir verða bara ríkari. Hrægammar sem græða svo á neyðinni.“

Katrín kemur með dæmi um það hvernig hrægammar græða á þessari neyð. „Þegar fólk mun til dæmis neyðast til að selja eignir vegna fátækar, þá verða ríku hrægammarnir tilbúnir til að kaupa á spottprís, eins og gerðist í hruninu. Og ekki á að hækka veiðigjöldin,“ segir hún.

„Almenningur var svikin“

Þá segir Katrín að margir segi að fólk geti kennt sjálfu sér um þar sem það hafi kosið þessa ríkisstjórn yfir sig. Hún segir það einfaldlega ekki vera rétt. „Stuðningur við Sjálfstæðisflokkinn minnkaði heilmikið og þeir fengu 5 færri þingmenn í síðustu kosningum 2017. Viðreisn tapaði 3 þingmönnum,“ segir hún og bætir við að úrslit kosninganna hafi kallað á ríkisstjórn frá miðju til vinstri.

„En Katrín Jakobsdóttir og Co sviku kjósendur sínar og skriðu upp í rúm hjá Sjálfstæðisflokknum. Fóru þannig á bak við sína kjósendur. Sviku gefin loforð. Fólk kaus alls ekki þessa ríkisstjórn. Almenningur var svikin.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jón Baldvin segir ásakendur um kynferðisofbeldi heltekna af hatri og hefndarhug – Ásakanirnar rýri trúverðugleika alvöru kynferðisofbeldis

Jón Baldvin segir ásakendur um kynferðisofbeldi heltekna af hatri og hefndarhug – Ásakanirnar rýri trúverðugleika alvöru kynferðisofbeldis
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigmundur segir það sem hann óttaðist vera staðfest – „Er Ísland búið að gera slíkar skuldbindingar?“

Sigmundur segir það sem hann óttaðist vera staðfest – „Er Ísland búið að gera slíkar skuldbindingar?“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sóttvarnaaðgerðir á hæpnum lagagrunni – Reimar telur sig ekki vera að fara á samkomu þegar hann fer til rakara

Sóttvarnaaðgerðir á hæpnum lagagrunni – Reimar telur sig ekki vera að fara á samkomu þegar hann fer til rakara
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Samgöngumál Íslands í höndum dýralækna

Samgöngumál Íslands í höndum dýralækna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hörður segir Samfylkinguna blekkja og rugla varðandi sölu Íslandsbanka

Hörður segir Samfylkinguna blekkja og rugla varðandi sölu Íslandsbanka
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ármann fer fögrum orðum um umdeildar áætlanir Kópavogs – Íbúar mótmæla áformunum

Ármann fer fögrum orðum um umdeildar áætlanir Kópavogs – Íbúar mótmæla áformunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gunnar Bragi vill fá að sjá bóluefnasamningana – „Það voru mistök að treysta Evrópusambandinu“

Gunnar Bragi vill fá að sjá bóluefnasamningana – „Það voru mistök að treysta Evrópusambandinu“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þórarinn í Spaðanum vill kaupa Domino‘s

Þórarinn í Spaðanum vill kaupa Domino‘s