fbpx
Þriðjudagur 27.október 2020
Eyjan

Tekist á um stjórnarskrána í Silfrinu – „Þeir ráða sem mæta“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 18. október 2020 11:20

Skjáskot RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Oddsdóttir og Sigurður G. Guðjónsson voru ekki sammála um nýja stjórnarskrá í Silfrinu á RÚV í dag. Stjórnarskrárfélagið hefur nú safnað tæplega 40.000 undirskriftum undir þá kröfu að drög að nýrri stjórnarskrá sem voru samþykkt í þjóðaratkvæðisgreiðslu árið 2012 verði að nýrri stjórnarskrá.

Katrínu var bent á að tæplega helmingur kosningabærra manna hefði greitt atkvæði árið 2012 og að 40.000 undirskriftir væru ekki meirihluti. „Þeir ráða sem mæta,“ svaraði Katrín og benti á að þeir sem mæta á kjörstað séu þeir sem taki ákvarðanirnar. Hún viðurkenndi samt að þjóðarvilji væri loðið hugtak en benti jafnframt á að þessar tæplega 40.000 undirskriftir væru fengnar með rafrænum skiljríkjum og það væri 18 ára aldurstakmark. Undirskriftirnar væru því gildar.

Sigurður G. Guðjónsson sagði að þegar skipta eigi út stjórnarskrá þurfi að spyrja sig að því hvort raunveruleg þörf sé á því og hvort fyrri stjórnarskrá hefði brugðist. Hann taldi svo ekki vera. Krafan um nýja stjórnarskrá hefði orðið mjög hávær í hruninu því kallað hefði verið eftir nýrri samfélagsgerð. Sú krafa væri enn uppi. En stjórnarskráin hefði ekki valdið hruninu og hún hefði virkað vel í kjölfar þess er skipt var um ríkisstjórn sem tókst á við afleiðingar hrunsins.

Sigurður gagnrýnir einnig að margt sem tekið er fyrir í nýjum stjórnarskrárdögum sé fjallað um skýrum orðum í almennum lögum. Ekki sé t.d. heppilegt að taka sérstaklega á kynferðisofbeldi í stjórnarskrá, miklu nær sé að skýra hegningarlagaákvæði.

Sigurður telur mikilvægt að fara varlega þegar breyta eigi grundvallarreglum samfélagsins.

Katrín Oddsdóttir benti á að stjórnlagaþing, 25 mjög ólíkar manneskjur, hefðu komið sér saman um þennan texta. Enginn gæti komið með stjórnarskrá sem öllum líkaði fullkomlega við.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Iðnaður gæti orðið helsti drifkraftur viðspyrnu eftir heimsfaraldurinn

Iðnaður gæti orðið helsti drifkraftur viðspyrnu eftir heimsfaraldurinn
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Kæra útboð borgarinnar á uppsetningu hleðslustöðva

Kæra útboð borgarinnar á uppsetningu hleðslustöðva