fbpx
Fimmtudagur 29.október 2020
Eyjan

Tryggingastofnun tjáir sig um falleinkunn Ríkisendurskoðunar

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 16. október 2020 12:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tryggingastofnun Íslands (TR) fékk falleinkunn í nýbirtri skýrslu Ríkisendurskoðunar. Ávirðingar skýrslunnar eru fjölda margar, einkum er það gagnrýnt að það heyrir til undantekninga að lífeyrisþegar fái réttar mánaðargreiðslur og því lendi flestir í að eiga innistæðu eða skuld eftir að árlegt uppgjör TR hefur farið fram.

TR hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fjölmiðlaumfjöllunar um skýrsluna.

„Viðskiptavinir fá rétt greitt í mánaðarlegum greiðslum sínum á grundvelli fyrirliggjandi tekjuáætlunar hvers og eins lífeyrisþega. Það er afar villandi að halda því á lofti að mánaðarlegar greiðslur TR séu rangar eða að útreikningar séu rangir.“

Jafnframt segir í yfirlýsingu að árlegu uppgjöri TR megi jafna til árlegs uppgjörs skattsins og byggi á því að bera saman tekjuáætlun við raunverulegar tekjur.

TR segir það miður að umræðan um greiðslur TR hafi þróast með þessum hætti.

„Markmið okkar sem störfum hjá TR er nú sem fyrr að þjónusta viðskiptavini okkar eftir bestu getu með hag þeirra og velferð að leiðarljósi.“

Uppbyggileg umræða um lífeyriskerfið er mikilvæg, því ítrekum við að Tryggingastofnun fagnar úttekt Ríkisendurskoðunar á stofnuninni og stöðu almannatrygginga. Vonir eru bundnar við að hún leiði til úrbóta og einföldunar á flóknu kerfi, lífeyrisþegum til hagsbóta.

Í yfirlýsingunni er þó ekki vikið að fjölda annarra ávirðinga sem í skýrslunni mátti fylgja. Svo sem ítrekuð brot TR á stjórnsýslulögum, mikil vöntun á að lífeyrisþegum sé leiðbeint um réttindi sín og starf umboðsmanns lífeyrisþega sem enn hefur ekki verið ráðið í þrátt fyrir að stofnunin hafi fengið 10 milljónir árlega í þrjú ár sem eyrnamerktar eru því starfi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Brynjar hjólar í eigin flokk – „Þessi færsla var ekki samin í geðrofi“

Brynjar hjólar í eigin flokk – „Þessi færsla var ekki samin í geðrofi“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kristján sleginn yfir máli frystitogarans – „Maður þekkir þetta bara af eigin reynslu“

Kristján sleginn yfir máli frystitogarans – „Maður þekkir þetta bara af eigin reynslu“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Iðnaður gæti orðið helsti drifkraftur viðspyrnu eftir heimsfaraldurinn

Iðnaður gæti orðið helsti drifkraftur viðspyrnu eftir heimsfaraldurinn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Kæra útboð borgarinnar á uppsetningu hleðslustöðva

Kæra útboð borgarinnar á uppsetningu hleðslustöðva
Eyjan
Fyrir 1 viku

Davíð leggst gegn nýrri stjórnarskrá – „Sambærilegt því að við myndum skipa þríeyki með áhugafólki til að takast á við veiruna“

Davíð leggst gegn nýrri stjórnarskrá – „Sambærilegt því að við myndum skipa þríeyki með áhugafólki til að takast á við veiruna“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Leví: „Við því segi ég: Bull“

Björn Leví: „Við því segi ég: Bull“