fbpx
Mánudagur 26.júlí 2021
Eyjan

Algjört tekjuhrun hjá listamönnum – „Er Ísland eftirbátur annarra landa?“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 16. október 2020 10:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandalag háskólamanna gerði nýlega könnun meðal listamanna á Íslandi

Um 80 prósent svarenda greindu frá því að hafa orðið fyrir tekjufalli vegna COVID-kreppunnar.

Helmingur svarenda sagði heildartekjur sínar hafa minnkað um meira en 50 prósent og um 18 prósent svarenda sögðu tekjurnar hafa minnkað um 75-100 prósent.

Flestir sögðu ástæðu tekjufalls vera afbókanir eða uppsögn verktakasamnings vegna samkomutakmarkana og annarra sóttvarnarráðstafana og rúmlega helmingur svarenda kvaðst eiga erfitt með að standa undir fjárhagslegum skuldbindingum á næstunni.

Staðan er sérstaklega slæm meðal tónlistarmanna en 75-85 prósent þeirra segjast ekki geta staðið undir fjárhagslegum skuldbindingum á næstunni.

Um 67 prósent svarenda sagðist hafa sótt um atvinnuleysisbætur eða ætla sér að gera það. BHM segir ýmislegt benda til að núverandi bótaúrræði nýtist illa og séu óaðgengileg þessum hópi. Margir innan hópsins eru sjálfstætt starfandi og fá því aðeins hluta bóta greiddan eða hefur verið neitað um bætur.

BHM veltir  upp þeirri spurningu hvort Ísland sé eftirbátur annarra landa.

„Er Ísland eftirbátur annarra landa?

Í nýrri skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) kemur fram það mat stofnunarinnar að listgreinar séu berskjaldaðri en aðrar atvinnugreinar fyrir áhrifum kórónuveirukreppunnar. Beinir stofnunin þeim tilmælum til aðildarríkja að sjá til þess að vinnumarkaðsúrræði séu aðlöguð að sérþörfum hópsins í ríkari mæli en nú er. Að mati stofnunarinnar eru núverandi vinnumarkaðsúrræði og bótakerfi m.a. illa aðlöguð að samsettri tekjuöflun hópsins.“

BHM bendir á að fjölmörg ríki innan OECD hafi gripið til sértækra aðgerða í þágu listamanna, en ekki Ísland.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Þingmaður Vinstri grænna: „Ísland á að taka vel á móti fólki á flótta“

Þingmaður Vinstri grænna: „Ísland á að taka vel á móti fólki á flótta“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Úlfúð vegna ummæla um kvótakerfið – „Þetta er í raun stórfrétt“ – „Það fyndnasta á Internetinu í dag“

Úlfúð vegna ummæla um kvótakerfið – „Þetta er í raun stórfrétt“ – „Það fyndnasta á Internetinu í dag“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fréttastjóri Fréttablaðsins hraunar yfir strandveiðar – „Fær við­skipt­a­vin­ur trill­u­karls­ins orm­ét­inn þorsk­titt“

Fréttastjóri Fréttablaðsins hraunar yfir strandveiðar – „Fær við­skipt­a­vin­ur trill­u­karls­ins orm­ét­inn þorsk­titt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að taka þurfi á ósjálfbærum skuldum ferðaþjónustunnar

Segir að taka þurfi á ósjálfbærum skuldum ferðaþjónustunnar