fbpx
Laugardagur 31.október 2020
Eyjan

Heiða Björg stendur með finnska forsætisráðherranum eftir „ósæmilega“ myndatöku

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 15. október 2020 18:10

Samsett mynd - Heiða Björg Hilmisdóttir og Sanna Marin

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, mátti þola mikla gagnrýni seinustu helgi, en sumum þótti mynd sem birtist af henni í tískutímaritinu Trendi afar óviðeigandi. Í tímaritinu mátti sjá forsætisráðherrann í jakka, án þess að vera í sjáanlegri skyrtu eða bol innanundir. Sumir þeirra sem gagnrýndu hana efuðust meira að segja um hæfni hennar í embætti.

Þeir sem að gagnrýndu Marin fengu þó mótbáru í andlitið. Fjöldi fólks birti myndir af sér í jakka, án þess að vera skyrtu eða jakka innanundir. Þær myndir birtust ásamt myllumerkinu #imwithsanna, en þegar að þessi frétt er skrifuð hafa þúsundir manns tekið þátt.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Trendi & Lily (@trendimag) on

Fólk af öllum kynjum hefur tekið þátt, þó að konur séu í áberandi meirihluta. Enda mætti segja að baráttan snerist um tjáningarfrelsi kvenna.

Ein þeirra sem hefur tekið þátt í átakinu er Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar og Borgarfulltrúi í Reykjavík. Hún birti mynd af sér á Facebook í takti við hinar. Í færslu sinni segir Heiða að engan skuli dæma út frá útliti eða klæðaburði. Þá segir hún að það sé ekki verk kvenna að klæða sig til þóknast öðrum.

„Finnski forsætisráðherrann hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir “ósæmilega” myndatöku og jafnvel efast um hæfi hennar í embætti í því samhengi. Engin skyldi dæma hæfni fólks út frá útliti eða klæðaburði. Ég tek því glöð þátt í #imwithsanna.“

Sanna Marin er yngsti sitjandi forsætisráðherra í heimi. Hún tók við embættinu í fyrra 34 ára gömul.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þráinn Bertels sér tækifæri í stóra fánamálinu – Vill að fleiri beri samskonar merki og lögreglukonan

Þráinn Bertels sér tækifæri í stóra fánamálinu – Vill að fleiri beri samskonar merki og lögreglukonan
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Fréttaskýring: Yfirgnæfandi líkur á sigri Bidens en Trump ekki af baki dottinn

Fréttaskýring: Yfirgnæfandi líkur á sigri Bidens en Trump ekki af baki dottinn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Leggur til að Píratar og Samfylkingin sameinist – „Píratahreyfingin erlendis er næstum dauð“

Leggur til að Píratar og Samfylkingin sameinist – „Píratahreyfingin erlendis er næstum dauð“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Iðnaður gæti orðið helsti drifkraftur viðspyrnu eftir heimsfaraldurinn

Iðnaður gæti orðið helsti drifkraftur viðspyrnu eftir heimsfaraldurinn