fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Katrín um sameiningu Seðlabankans árið 2018: Engar uppsagnir fyrirhugaðar

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 9. janúar 2020 10:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Átta manns missa vinnuna við sameiningu Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins, samkvæmt nýju skipuriti.

Frumvarpið um sameininguna var lagt fram af Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra, en Seðlabankinn heyrir undir forsætisráðuneytið.

Aðspurð um hvort sameiningin myndi leiða til uppsagna starfsfólks, svaraði Katrín því til í október 2018 að það stæði ekki til :

„Það er alls ekki hugs­un­in á bak við þetta enda erum við að nýta sér­fræðiþekk­ing­una sem best. Við mun­um vinna þetta í nánu sam­ráði við báðar stofn­an­ir og leggj­um mikla áherslu á að vanda okk­ur. Við erum ekki með neitt slíkt mark­mið held­ur erum við fyrst og fremst að hugsa um trausta um­gjörð um pen­inga­stefn­una,“

sagði Katrín við Morgunblaðið, en fyrirsögn fréttarinnar var „Engar uppsagnir fyrirhugaðar.“

Sem fyrr segir missa átta manns vinnuna við sameininguna.

Samkvæmt Morgunblaðinu það Jón Þór Sturluson, sem var aðstoðarforstjóri FME, Sigríður Logadóttir, framkvæmdarstjóri og yfirlögfræðingur, Anna Mjöll Karlsdóttir, yfirlögfræðingur hjá FME og Tómas Örn Kristinsson, framkvæmdastjóri gagnasöfnunar og upplýsingatækni Seðlabankans.

Samkvæmt skipuritinu verða kjarnasvið bankans sjö, þ.e. hagfræði og peningastefna, markaðsviðskipti, fjármálastöðugleiki, bankar, lífeyrir og vátryggingar, markaðir og viðskiptahættir, og lagalegt eftirlit og vettvangsathuganir.

Stoðsvið bankans verða fjögur, þ.e. rekstur, upplýsingatækni og gagnasöfnun, fjárhagur, og mannauður. Jafnframt er í skipuritinu miðlæg skrifstofa bankastjóra. Með nýju skipuriti verða nokkur svið lögð niður eða sameinuð, starfsfólk færist til og átta störf verða lögð niður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Katrín vildi Geir Haarde í fangelsi – hefur ekki beðist afsökunar

Orðið á götunni: Katrín vildi Geir Haarde í fangelsi – hefur ekki beðist afsökunar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt