fbpx
Þriðjudagur 14.júlí 2020
Eyjan

Gaupi hjólaði í Lilju og Dag B – „Til háborinnar skammar“ – Segir þetta geta orðið kosningamál

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 9. janúar 2020 14:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Menntamálaráðherra – hún svarar aldrei neinu. Hvers vegna? Hún hefur engar lausnir. Það er sama með borgarstjórann. Hann hefur engar lausnir, hvers vegna? Því það er ekkert verið að vinna í þessu. Þau segja að málið sé í nefnd og í farvegi og við ætlum að skoða hvað hægt sé að gera en það gerist ekkert.“

Þetta sagði Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamaður Sýnar sem oftast er kallaður Gaupi, í útvarpsþættinum Harmageddon á X-inu í morgun. Fréttablaðið greinir einnig frá.

Til skammar fyrir Ísland

Vísar hann til þess að Laugardalshöll þykir úr sér gengin sem þjóðarleikvangur í þjóðaríþróttinni handbolta og gagnrýnir Lilju Dögg Alfreðsdóttur menntamálaráðherra og Dag B. Eggertsson borgarstjóra fyrir að draga lappirnar í málinu:

„Það er til háborinnar skammar fyrir borg og ríki að ekki skuli vera til Þjóðarhöll á Íslandi. Færeyingar eru að byggja höll, af hverju getum við ekki gert þetta. Það er verið að byggja hús í Garðabæ upp á nokkra milljarða. Af hverju er ekki gert ráð fyrir að þarna sé hægt að spila hand- og fótbolta innanhús og alþjóðlega leiki. Væri það mikið dýrara. Ég held ekki.“

Hann segir Ísland langt á eftir og sé aftarlega á merinni þegar kemur að nútímakröfum:

„Þetta er fyrst og síðast yfirvöldum að kenna. Þetta er algjörlega galið. Þetta er fyrst og síðast borginni að kenna, yfirvöldum þar. Þetta fólk svarar engu, það ýtir öllu frá sér. Ég spái því að í næstu borgarstjórnarkosningum þá geti þetta hreinlega orðið kosningamál.“

Í gær kom fram hjá framkvæmdastjóra HSÍ að undirbúningur íslenska landsliðsins í handknattleik fyrir EM í handbolta, sem hefst í dag, hefði verið ábótavant sökum aðstöðuleysis og þyrfti að treysta á góðmennsku félagsliðanna varðandi æfingatíma.

Barn síns tíma

Laugardalshöllin var vígð árið 1965 og er sú þriðja elsta í Evrópu af innanhússþjóðarleikvöngum. Aðeins hallirnar í Georgíu og Úkraínu eru eldri, en bæði lönd eru með nýjar íþróttahallir á teikniborðinu.

Slík áform voru þegar uppi hér á landi árið 1988 og var undirrituð viljayfirlýsing þess efnis að reisa 8000 manna hringlaga höll fyrir HM 95 sem haldið var hér á landi. Á endanum var það Reykjavíkurborg sem bakkaði með áformin.

Þess má geta að höllin í Andorra, lands sem telur um 85 þúsund manns, er helmingi stærri en Laugardalshöllin.

Sjá nánarnyfjolnotaithrottaholl.blogspot.com

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Björn Leví vill vita hvenær það má segja „fokkaðu þér“

Björn Leví vill vita hvenær það má segja „fokkaðu þér“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Meðalheildartekjur Íslendinga 573 þúsund á mánuði

Meðalheildartekjur Íslendinga 573 þúsund á mánuði
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Steinunn Ólína um Katrínu – „Stórhættulegur forsætisráðherra“

Steinunn Ólína um Katrínu – „Stórhættulegur forsætisráðherra“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Símon telur of langt gengið – Fangelsismálayfirvöld mega breyta dómum dómstóla

Símon telur of langt gengið – Fangelsismálayfirvöld mega breyta dómum dómstóla
Eyjan
Fyrir 1 viku

Pútín birti grein í Morgunblaðinu

Pútín birti grein í Morgunblaðinu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Skera verður niður óþarfa kostnað vegna Covid-19 kreppunnar

Skera verður niður óþarfa kostnað vegna Covid-19 kreppunnar