Sunnudagur 26.janúar 2020
Eyjan

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu nær merkum áfanga – „Merkir væntanlega að við séum að gera eitthvað rétt“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 7. janúar 2020 12:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur verið á Facebook frá því í desember árið 2010. Markmiðið var að efla samskiptin við borgarana. Hún minnist þessara tímamóta í færslu í gær, þar sem fram kemur að henni hafi borist um 25.000 skilaboð á tímabilinu, sem alla jafna sé svarað innan fjögurra klukkustunda. Þá berist um 45 þúsund símtöl árlega og 5 þúsund tölvupóstar og alls hafi 90 þúsund manns líkað við Facebook síðu lögreglunnar:

„Það er eitthvað sem við sáum ekki endilega fyrir okkur í upphafi, en þessi staðreynd merkir væntanlega að við séum að gera eitthvað rétt á þessum vettvangi og því ætlum við að sjálfsögðu að halda áfram.“

Góð hugmynd ?

Minnst er á að í upphafi hafi ekki allir verið sannfærðir um ágæti þess að lögreglan væri sýnileg á samfélagsmiðlum, en hafa þarf í huga að samfélagið og notkun samfélagsmiðla hefur breyst nokkuð síðan þá:

„Um það voru skiptar skoðanir og sitt sýndist hverjum um þetta framtak lögreglunnar á þeim tíma. Efasemdarmönnum fækkaði þó með tímanum og í dag þykir það sjálfsagt að lögreglan sé þátttakandi á þessum vettvangi.“

Lögreglan hefur í fjölda skipta komist í fréttirnar fyrir svör sín á samfélagsmiðlum, til dæmis um notkun nagladekkja við Gísla Martein Baldursson fjölmiðlamann. Þá hafa svör lögreglunnar á tíðum þótt háðsleg í garð afbrotamanna og sumum þótt hún fara fram úr sér í gríni á kostnað annarra, þó svo að það verði að segjast að langoftast eru svörin fagleg og jafnvel sprenghlægileg.

Lögreglan fær miklar þakkir fyrir þetta framlag sitt í athugasemdakerfinu við færsluna í gær, þar sem mælt er með því að hún geri líkt og önnur fyrirtæki á Facebook:

„Þarf ekki að henda í facebook leik í tilefni áfangans? Sá sem er dreginn út fær JAIL FREE CARD“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Forstjóri Landsvirkjunar – „Verið að keyra þetta verkefni verulega hratt áfram“

Forstjóri Landsvirkjunar – „Verið að keyra þetta verkefni verulega hratt áfram“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Vandi Landspítalans leystur? – „Til allrar lukku hins vegar hefur ný nefnd verið skipuð“

Vandi Landspítalans leystur? – „Til allrar lukku hins vegar hefur ný nefnd verið skipuð“