fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Eyjan

Starfslokin óvænt – „Ég held að ef þú hefðir spurt mig fyrir viku þá hefði ég ekki sé fyrir að þetta yrði niðurstaðan“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 31. janúar 2020 16:17

Mynd/ Ágúst G. Atlason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mörgum kom á óvart í vikunni þegar greint var frá því að Guðmundur Gunnarsson væri hættur sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar. Ástæður starfslokanna voru sagðar ólíkar áherslur í verkefnum, en einnig hafa heyrst fréttir þess efnis að mikil spenna hafi ríkt milli Guðmundar og oddvita Sjálfstæðisflokks, Daníels Jakobssonar. Guðmundur segir þessa vendingu hafa verið óvænta, en að hann skilji þó sáttur við sín störf.

Þetta er brot úr viðtali við Guðmund sem birtist í helgarblaði DV sem kom út í dag

Ópólitískur bæjarstjóri

Guðmundur var ráðinn sem ópólitískur bæjarstjóri, samkvæmt kröfu Framsóknarflokksins sem er í meirihlutasamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn í bæjarstjórn Ísafjarðar. Hann segir ákveðnar áskoranir ávallt fylgja slíkri ráðningu á hinum pólitíska vettvangi.

„Ég held að það sé alltaf svo, þegar það er ópólitískur bæjarstjóri, að það skapi ákveðnar áskoranir milli kjörinna fulltrúa og þeirra sem eru það ekki. En þegar lagt er í þetta samstarf í meirihlutanum þá eru ákveðnar línur lagðar og þá eiga allir að geta treyst því að menn séu í samstarfinu af heilindum og sannfærðir um að það muni og eigi að ganga. Þarna var lagt upp með ákveðin markmið og allir voru upplýstir um stöðuna. Það á ekki að hafa komið neinum á óvart að ég er ópólitískur enda var óskað eftir því og það var starfið sem var auglýst.“

Guðmundur segir starfslokin nokkuð óvænt, þó svo aðdragandi að þeim hafi verið nokkur.

„Ég held að ef þú hefðir spurt mig fyrir viku þá hefði ég ekki sé fyrir að þetta yrði niðurstaðan. Þetta þróaðist mjög hratt. Ég held að svona hlutir eigi sér alltaf einhvern aðdraganda. Ég held líka að þarna hafi eitthvað verið undirliggjandi, sem kannski hefði mátt liggja fyrr fyrir og ég held að alltaf þegar hlutir enda með þessum hætti þá sé eitthvað sem er ósagt, eitthvað sem er ekki upp á borðinu.“

„Ég hef ekki hugmynd“

Orðrómur hefur heyrst þess efnis að starfslok Guðmundar megi rekja til þess að oddviti Sjálfstæðisflokksins í Ísafirði, Daníel Jakobsson, hafi sjálfur augastað á bæjarstjórastöðunni. Aðspurður hvort hann sjái pólitískan bæjarstjóra taka við keflinu kveðst Guðmundur ekki hafa hugmynd um slíkt. „Ég segi það af einlægni að ég hef ekki hugmynd um hver þeirra næsti leikur verður, enda er það ekki í mínum höndum.“

Þrátt fyrir skyndileg starfslok skilur Guðmundur sáttur við sín störf.

„Þetta er skemmtilegasta starf sem ég hef verið í á ævinni. Ég naut þess í botn og þá sérstaklega samstarfsins við starfsfólk Ísafjarðarbæjar. Mér fannst gott að koma heim til Vestfjarða og hér líður mér rosalega vel. Ég fann strax að móttökurnar voru mjög góðar og hlýjar og ég náði strax mjög góðu samstarfi við bæði samstarfsfólk og bæjarbúa. Mér leið mjög vel í starfinu. Verkefnin voru skemmtileg og ótrúlega fjölbreytt. Það er sko ekki oft sem það fara saman verkefni í starfi og það sem maður hefur ástríðu fyrir. Ég hef óbilandi ástríðu fyrir Vestfjörðum og heimahögunum. Mér þykir vænt um svæðið og það er ekki á hverjum degi sem maður er í starfi sem kveikir hjá manni svona mikla ástríðu. Mér þykir vænt um Vestfirði og ber hag Vestfjarða sannarlega fyrir brjósti, ekki bara í starfi heldur í lífinu almennt. Starfið kveikti í mér eldmóð og ég lagði hjarta og sál í það og gerði það með glöðu geði. Ég fann að ég hafði eitthvað fram að færa í þessu starfi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins