fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Eyjan

Óttast uppsagnir: „Auðvitað ber maður kvíðboga gagnvart stöðu starfsfólks“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 27. janúar 2020 09:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rio Tinto í Straumsvík hyggst draga úr álframleiðslu sinni í ár, en til stendur að framleiða aðeins 184 þúsund tonn á þessu ári, samanborið við 212 þúsund tonn í fyrra. Hefur reksturinn verið erfiður undanfarin ár og árið 2017 var ákveðið að fara í söluferli á verksmiðjunni.

Kolbeinn Gunnarsson, formaður verkalýðsfélagsins Hlífar í Hafnarfirði lýsir áhyggjum sínum af stöðu mála í Morgunblaðinu í dag hvar hann óttast að til uppsagna komi í kjölfarið, en á þriðja hundrað félagsmanna Hlífar starfa í eða við álverið í Straumsvík:

„Auðvitað ber maður kvíðboga gagnvart stöðu starfsfólks þegar stór vinnuveitandi þarf að draga saman seglin. Auðvitað geta aðstæður alltaf breyst en okkur er sagt að fremur eigi að draga úr hliðarverkefnum ýmiskonar, þjónustukaupum og svo framvegis. Komi hins vegar til fækkunar starfsmanna vænti ég þess að fundnar verði mjúkar leiðir, svo sem að menn sem nálgast eftirlaun hætti fyrr og svo framvegis,“

segir Kolbeinn sem hefur fengið þær upplýsingar að minni framleiðsla eigi ekki að þýða fækkun starfsmanna, en Hlíf hefur unnið að sérkjarasamningi við Rio Tinto sem nú sér fyrir endann á, en Kolbeinn segist vona að nýjar aðstæður valdi ekki bakslagi.

Kristján Þórður Snæbjarnason er formaður Rafiðnaðarsambands  Íslands, en 35 félagsmenn vinna í álverinu. Hann segir stöðu þeirra óbreytta, en hefur einnig áhyggjur af sínu fólki:

„Erfiður rekstur álversins og tæknileg vandamál í framleiðslunni á síðustu árum eru þó áhyggjuefni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Trausti rúinn og reistur til valda

Sigmundur Ernir skrifar: Trausti rúinn og reistur til valda
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Enn sérstakt áhættuálag á Ísland hjá erlendum fjárfestum – krónan þjóðhagslegt vandamál?

Guðjón Auðunsson: Enn sérstakt áhættuálag á Ísland hjá erlendum fjárfestum – krónan þjóðhagslegt vandamál?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Breskur þingmaður lenti í „hunangsgildru“ – Síðan gerði hann svolítið enn verra

Breskur þingmaður lenti í „hunangsgildru“ – Síðan gerði hann svolítið enn verra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Rífandi gangur í stærsta hagkerfi heims

Rífandi gangur í stærsta hagkerfi heims
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Innmúraðir sjálfstæðismenn ósáttir við undirskriftalistann gegn Bjarna – „Stafrænt stríð“

Innmúraðir sjálfstæðismenn ósáttir við undirskriftalistann gegn Bjarna – „Stafrænt stríð“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: „Samstaðan í ríkisstjórninni“ – sjálfstæðismenn og Framsókn reyndu allt til að losna við VG

Orðið á götunni: „Samstaðan í ríkisstjórninni“ – sjálfstæðismenn og Framsókn reyndu allt til að losna við VG