fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Eyjan

Hætta þeir eftir kjörtímabilið ? – „Leiðindakarlar“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 27. janúar 2020 11:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Átta af tíu þingmönnum Suðurkjördæmis vilja ekki gefa upp hvort þeir hyggist gefa kost á sér í Alþingiskosningum á næsta ári.

Frá þessu greinir Björn Birgisson, þjóðfélagsrýnir í Grindavík, á Facebook, en hann sendi öllum þingmönnum Suðurkjördæmis eftirfarandi spurningu:

„Reiknar þú með að gefa kost á þér til áframhaldandi þingsetu í næstu kosningum til Alþingis?“

Tveir þingmenn Miðflokksins, þeir Karl Gauti Hjaltason og Birgir Þórarinsson, svöruðu játandi, en þingmenn Sjálfstæðisflokksins og formaður Framsóknarflokksins svöruðu ekki spurningunni, þó svo þeir hafi séð hana, samkvæmt Birgi.

„Ef svörin eru til marks um áhugann – þá er hann mestur hjá Miðflokksmönnunum! Afdráttarlaus svör hjá þeim,“

segir Björn ennfremur.

Óákveðið með framhaldið

Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagðist ekki hafa tekið ákvörðun um framboð, sem og þau Ari Trausti Guðmundsson, VG, Silja Dögg Gunnarsdóttir, Framsóknarflokki og Smári McCarthy, Pírötum.

Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði það ekki tímabært að gefa slíkt upp á þessum tímapunkti, en hann væri fullur eldmóðs að klára kjörtímabilið.

„Leiðindakarlar“

Tveir samflokksmenn Vilhjálms, þeir Páll Magnússon, Ásmundur Friðriksson, svöruðu ekki spurningunni, sem og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, þó svo að þeir hafi séð (seen) spurninguna frá Birni á Facebook.

Sigurjón M. Egilsson, ritstjóri Miðjunnar, fjallar einnig um málið og segir þessa þrjá sem ekki svöruðu vera „leiðindakarla“

Ekki hægt að segja nei

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, tjáir sig um spurninga í athugasemdarkerfi nafna síns þar sem hann útskýrir að erfitt sé fyrir þingmenn að svara spurningu sem þessari neitandi:

„Það er eitt vandamál við að spyrja svona spurningar líka, það er ekki hægt að svara „nei“ að svo stöddu. Það hefur áhrif á stöðu þingmanns í núverandi starfi.“

Svörin sem Björn Birgisson birtir eru eftirfarandi:

  • Karl Gauti Hjaltason (M):
    „Ég tel það einboðið.“
  • Oddný G. Harðardóttir (S):
    „Ég hef ekki rætt þetta við fjölskyldu mína eða stuðningsmenn í kjördæminu og svara því engu um þetta núna.“
  • Vilhjálmur Árnason (D):
    „Það er ekki tímabært að gefa neitt upp um það núna. Ég er bara fullur eldmóðs í að klára það sem ég var kosinn til síðast.“
  • Ásmundur Friðriksson (D):
    Sá spurninguna, en kaus að svara henni ekki.
  • Páll Magnússon (D):
    Sá spurninguna, en kaus að svara henni ekki.
  • Silja Dögg Gunnarsdóttir (B):
    „Ég hef sannast sagna ekki hugmynd um það. Kemur í ljós þegar nær dregur.“
  • Smári McCarthy (P):
    „Mér finnst ekki tímabært að segja af eða á. Margt getur gerst á einu ári. Bæði er margt spennandi hægt að gera utan þings, en líka mikil vinna eftir innan þings. Sjáum til.“
  • Ari Trausti Guðmundsson (V):
    „Hef ekki íhugað það að neinu marki.“
  • Birgir Þórarinsson (M):
    „Já.“
  • Sigurður Ingi Jóhannsson (B):
    Sá spurninguna, en kaus að svara henni ekki.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins