fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Hvar eru allir bílarnir?

Egill Helgason
Laugardaginn 25. janúar 2020 22:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þessi fallega sumarmynd sýnir Reykjavík í upphafi áttunda áratugarins – í byrjun sjöunnar eins og farið er að segja (áttundi áratugurinn er óneitanlega dálítið stirt). Myndin birtist á vefnum Gamlar ljósmyndir, hún er greinilega tekin úr turni Hallgrímskirkju sem var langt í frá fullbyggð þá. Maður myndi giska á árin 1972-1974.

Við sjáum að þarna er fólk á ferli, mannmergðin er líklega meiri í dag þegar Skólavörðustígurinn er orðin ein vinsælasta túristagata bæjarins og svæðið í kringum kirkjuna fullt af fólki. En það sem maður rekur augun í eru bílarnir, eða réttar sagt skorturinn á þeim. Þeir eru afar fáir miðað við það sem nú er. Mér telst til að þeir séu 26 talsins. Milli Baldursgötu og Óðinsgötu er einn einasti bíll.

Hvað gerðist? Af hverju fjölgaði bílunum svona mikið? Þarna komst fólk af án þessar gríðarlegu bílamergða.  Borgin var þokkafyllri fyrir vikið. Og nú – þurfum við alla þessa bíla?

(Á myndinni er sést út á Granda fyrir tíma uppfyllinga. Þangað er búið að planta stórum hluta verslunar í vesturborginni – og þangað fer fólk á bílum, enda varla boðið upp á annað.)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki