Föstudagur 28.febrúar 2020
Eyjan

Báknið blæs út: Mikil fjölgun starfsmanna, nefnda, ráða og stjórna hjá ríkinu

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 24. janúar 2020 13:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Báknið burt“ var slagorð ungra sjálfstæðismanna á árum áður sem kenndu sig við Eimreiðarhópinn. Þeir börðust á móti auknum umsvifum ríkisins, með hugmyndafræði frjálshyggjunnar að vopni, sem var þá að ryðja sér til rúms hér á landi, þar sem markaðurinn, ekki ríkið, var hin boðaða lausn, öfugt við hugmyndafræði vinstrimanna.

Þróunin hjá hinu opinbera hefur hins vegar verið í aðra átt undanfarin ár. Til dæmis hefur nefndum, ráðum og stjórnum íslenska ríkisins fjölgað um 10% frá því árið 2017, eða úr 603 í 665.

Þeim hafði í raun fækkað frá aldamótum, en árið 2000 voru þær alls 910 talsins og fækkaði því um 33.7% til ársins 2017. Morgunblaðið greinir frá þessu í dag.

Þá eru á landinu um 160 ríkisstofnanir, en þá eru ótalin opinber hlutafélög, sjálfseignarstofnanir eða lögaðilar sem eru að hluta eða öllu leyti í eigu ríkisins.

Báknið blés út á Eimreiðarvaktinni

Opinberum starfsmönnum hefur fjölgað umfram starfsfólk á opinberum markaði. Starfsmenn ríkisins eru nú um 21 þúsund talsins, þó stöðugildin séu eitthvað færri, þar sem margir eru í hlutastörfum.

Alls starfa um 180 þúsund manns á íslenskum vinnumarkaði og eru því opinberir starfsmenn um 12% starfandi fólks í landinu.

Milli áranna 1998 og 2002 fjölgaði starfsfólki hins opinbera um 17% meðan að 8% fjölgun varð í einkageiranum.

Samkvæmt Hagstofu Íslands fjölgaði starfsmönnum hins opinbera um 38% frá árinu 2000 -2008, eða fram að hinu „svokallaða“ hruni. Til samanburðar fjölgaði störfum á almennum vinnumarkaði um sjö prósent á sama tíma.

Sjálfstæðisflokkurinn var á þessum árum í ríkisstjórn, í forsæti Davíðs Oddsonar og Geirs H. Haarde, en þeir eru einmitt þeir sömu og börðust gegn „bákninu“ hér í den tid.

Frá árinu 2000 -2018 hefur opinberum starfsmönnum fjölgað um 55%, en 18% á almennum vinnumarkaði. Þannig jókst vægi hins opinbera á vinnumarkaði úr 24% í 29%.

Þá hafa útgjöld hins opinbera aukist um 80% að raungildi frá aldamótum, eða sem nemur 43%á hvern landsmann.

Öfugþróun að mati Davíðs

Davíð Oddson, ritstjóri Morgunblaðsins, minntist á þetta í leiðara í desember, hvar hann fetti fingur út í þessa þróun og sagði hana vítahring:

„Nýjar tölur Hagstofunnar benda til skuggalegrar þróunar á íslenskum vinnumarkaði.“

Þær tölur voru hinsvegar engin nýlunda, þróunin hafði átt sér stað löngu áður.

Sjá nánar: Hvetur til niðurskurðar hins opinbera – „Eigi ekki illa að fara“

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 21 klukkutímum

Vill koma í veg fyrir óeðlilegar hækkanir á leigu með nýju frumvarpi

Vill koma í veg fyrir óeðlilegar hækkanir á leigu með nýju frumvarpi
Eyjan
Fyrir 22 klukkutímum
Getur verið ?
Eyjan
Fyrir 23 klukkutímum

Dagur svarar Eflingu: „Vildi óska að sami kraftur væri settur í samningagerðina og ítrekað virðist fara í skeytasendingar í minn garð“

Dagur svarar Eflingu: „Vildi óska að sami kraftur væri settur í samningagerðina og ítrekað virðist fara í skeytasendingar í minn garð“
Eyjan
Fyrir 23 klukkutímum

„Einhver myndi kalla þetta kulnun í starfi, hér áður fyrr hét þetta víst leti“

„Einhver myndi kalla þetta kulnun í starfi, hér áður fyrr hét þetta víst leti“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Fjölfræðispilið góða og þekking á skáldum og fossum

Fjölfræðispilið góða og þekking á skáldum og fossum
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ákvörðun Þórdísar gerir allt vitlaust – „Er hún galin?“ – „Brá verulega við að frétta af þessu“ – „Hvaðan fær Þórdís Kolbrún ráðleggingar?“

Ákvörðun Þórdísar gerir allt vitlaust – „Er hún galin?“ – „Brá verulega við að frétta af þessu“ – „Hvaðan fær Þórdís Kolbrún ráðleggingar?“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Aðalsteinn Leifsson er nýr ríkissáttasemjari

Aðalsteinn Leifsson er nýr ríkissáttasemjari
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Háskólalóð undirlögð af bílastæðum

Háskólalóð undirlögð af bílastæðum