Föstudagur 28.febrúar 2020
Eyjan

Aðgerðum hótað gegn Samherja í Namibíu –„Höfum ekki brotið á neinum“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 23. janúar 2020 12:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ef þetta er eitt­hvað vanda­mál þá munum við að sjálf­sögðu skoða það. En ég held það sé það ekki, við höfum ekki brotið á neinum sjó­mönnum þarna.“

Þetta segir Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja við Fréttablaðið í dag, vegna hótana McHenry Vena­ani, leiðtoga stjórnarandstöðuflokksins PDM í Namibíu, um að gripið verði til aðgerða gegn Samherja þar í landi, ef Samherji hyggst hætta starfsemi í landinu án þess að greiða rúmlega 1000 sjómönnum sem sagt var upp í kjölfar verkfalls þeirra árið 2015.

Fær Samherji 15 daga frest til að bregðast við, samkvæmt New Era vefmiðilsins í Namibíu.

Ætlar ekki að bregðast við

Björgólfur segir við Fréttablaðið að kröfurnar séu ekki á rökum reistar, þar sem enginn sjómaður hafi misst vinnuna:

„Þetta er bara hluti af heildar­málinu og verður skoðað í því sam­hengi, en við förum ekki að bregðast við þessu sér­stak­lega. Við höfum frekar horft til þess að þeir séu á betri launum en gengur og gerist,“

Segir Björgólfur og neitar því að fyrirtækið hafi brotið á sjómönnunum.

Krafan snýr að greiðslu einna mánaðarlauna, auk lífeyrisgreiðslna, ellegar verði þess krafist að eignir Samherja í Namibíu verði kyrrsettar.

Sjá einnig: Samherji sakaður um vafasöm viðskipti – Sagður græða milljarða á siðlausri viðskiptafléttu

Sjá einnig: Samherji lærir af reynslunni og þróar nýtt kerfi til varnar spillingu og peningaþvætti – Hættir starfsemi í Namibíu

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 20 klukkutímum

Vill koma í veg fyrir óeðlilegar hækkanir á leigu með nýju frumvarpi

Vill koma í veg fyrir óeðlilegar hækkanir á leigu með nýju frumvarpi
Eyjan
Fyrir 21 klukkutímum
Getur verið ?
Eyjan
Fyrir 21 klukkutímum

Dagur svarar Eflingu: „Vildi óska að sami kraftur væri settur í samningagerðina og ítrekað virðist fara í skeytasendingar í minn garð“

Dagur svarar Eflingu: „Vildi óska að sami kraftur væri settur í samningagerðina og ítrekað virðist fara í skeytasendingar í minn garð“
Eyjan
Fyrir 22 klukkutímum

„Einhver myndi kalla þetta kulnun í starfi, hér áður fyrr hét þetta víst leti“

„Einhver myndi kalla þetta kulnun í starfi, hér áður fyrr hét þetta víst leti“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Fjölfræðispilið góða og þekking á skáldum og fossum

Fjölfræðispilið góða og þekking á skáldum og fossum
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ákvörðun Þórdísar gerir allt vitlaust – „Er hún galin?“ – „Brá verulega við að frétta af þessu“ – „Hvaðan fær Þórdís Kolbrún ráðleggingar?“

Ákvörðun Þórdísar gerir allt vitlaust – „Er hún galin?“ – „Brá verulega við að frétta af þessu“ – „Hvaðan fær Þórdís Kolbrún ráðleggingar?“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Aðalsteinn Leifsson er nýr ríkissáttasemjari

Aðalsteinn Leifsson er nýr ríkissáttasemjari
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Háskólalóð undirlögð af bílastæðum

Háskólalóð undirlögð af bílastæðum