Fimmtudagur 20.febrúar 2020
Eyjan

Þegar stóð til að rífa stóran hluta af gömlum húsum á Laugavegi – stuttu fyrir hrun

Egill Helgason
Mánudaginn 20. janúar 2020 17:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður man varla eftir því í seinni tíð að hafi ekki verið einhvers konar krísa á Laugaveginum. Svoleiðis hefur það að minnsta kosti verið síðan Reykjavík varð algjör bílaborg, Kringlan opnaði og síðan Smáralind og verslun tók að dreifast um borgina. Matvöruverslanirnar sem einu sinni voru mestanpart farnar, seinna fóru bankarnir og svona má lengi telja. Og nú á síðustu árum hefur Miðbærinn verið að breytast í túristabæ með gríðarlega fjölbreyttu úrvali veitingastaða en búðum sem selja ferðamannavarning. Bolli Kristinsson, fyrrverandi kaupmaður við Laugaveg, hefur undanfarið farið mikinn í fjölmiðlum vegna ástandsins á Laugaveginum. En samt er það svo að stórar húseignir hans við götuna eru nú nýttar undir túristabúðir.

Það hafa ýmsar hugmyndir komið fram um hvernig efla megi Laugaveginn. 1992 lögðu Laugavegssamtökin til dæmis fram tillögur um yfirbyggð torg og gangstéttir á Laugaveginum. Maður hlýtur að álykta að þetta hafi verið nokkurs konar svar við Kringlunni þar sem viðskiptavinir gátu farið um án þess að upplifa bleytu og kulda.

Tillögurnar sem voru uppi fyrir hrun voru þó öllu stórtækari. Björgólfur Guðmundsosn var meðal annars með plön um að byggja þar verslunarkringlu sem átti að ná frá Laugavegi 65 til Laugavegs 71 og svo alla leið niður að Skúlagötu.

 

Þá stóð líka til að reisa stórhýsi fyrir Listaháskóla Íslands á horni Laugavegs og Frakkastígs. Það var efnt til samkeppni, valin var bygging til að reisa, en svo kom hrun og þetta féll um sjálft sig – rétt eins og hið stóra verkefni Samson Properties, félags Björgólfsfeðga. Listaháskólinn átti að rísa á lóð sem þeir höfðu eignast.

Ekkert af þessu varð að veruleika, Björgólfsfeðgar glötuðu fótfestunni sem þeir höfðu náð í Miðbænum í gegnum stórfelld eignakaup, hrunið varð þess valdandi að lítt var hróflað við Laugaveginum.

En þá kemur að öðru verkefni sem var miklu nær því að rætast. Það er deiliskipulagið frá 2005 sem mætti mikilli andstöðu. Þar var gert ráð fyrir að rífa mætti 25 gömul hús við Laugaveginn, hús sem voru byggð fyrir 1918. Tilgangurinn var sá að gera hann meira aðlaðandi fyrir verslun. Ein kenningin var sú að verslunarhúsnæðið þyrfti stærri og meira áberandi framhliðar sem myndu laða viðskiptavinina inn. Húsfriðunarsinnar beittu sér mjög gegn þessum fyrirætlunum og það var með þær eins og plönin sem eru rakin hér að ofan – þetta gufaði upp og nú dytti varla neinum í hug að valda slíku raski við hina gömlu og umdeildu götu.

Hérna er umfjöllun í Morgunblaðinu frá 2005 eftir þá Svein Guðjónsson og Ómar Óskarsson – hana má sjá betur á vefnum timarit.is.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 21 klukkutímum

Dagur segist hafa boðið góðar launahækkanir – Svona eiga grunnlaunin að hækka – „Mér eru gerðar upp skoðanir“

Dagur segist hafa boðið góðar launahækkanir – Svona eiga grunnlaunin að hækka – „Mér eru gerðar upp skoðanir“
Eyjan
Fyrir 22 klukkutímum

Tveir borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði með lokun Laugavegar – „Svik, lygar og prettir lýsa best vinnubrögðum meirihlutans“

Tveir borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði með lokun Laugavegar – „Svik, lygar og prettir lýsa best vinnubrögðum meirihlutans“
Eyjan
Í gær

Kanadíski flugherinn með færanlegan ratsjárbúnað á Miðnesheiði

Kanadíski flugherinn með færanlegan ratsjárbúnað á Miðnesheiði
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Segir sveitarfélögin beitt blekkingum – Þurfa sjálf að borga fyrir sameiningarnar – „Klárlega forsendubrestur“

Segir sveitarfélögin beitt blekkingum – Þurfa sjálf að borga fyrir sameiningarnar – „Klárlega forsendubrestur“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Einn virtasti innanhússarkitekt landsins með ákall: „Er ekki komið nóg af klúðursmálum í borginni?“

Einn virtasti innanhússarkitekt landsins með ákall: „Er ekki komið nóg af klúðursmálum í borginni?“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Inga Sæland reið RÚV – „Vægast sagt ógeðslegt hvernig er reynt að gera þetta tortryggilegt“

Inga Sæland reið RÚV – „Vægast sagt ógeðslegt hvernig er reynt að gera þetta tortryggilegt“