fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Sólveig Anna brjáluð út í borgarstjóra: „Við erum á leið í verkfall – Látum ekki kúga okkur“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 20. janúar 2020 14:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samninganefnd Eflingar mun ekki mæta samninganefnd Reykjavíkurborgar hjá embætti ríkissáttasemjara, heldur ætlar félagið að eiga samningaviðræður við borgarstjóra fyrir opnum tjöldum. Þetta segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar í dag en Efling hefur sakað samninganefnd Reykjavíkurborgar um trúnaðarbrest og lögbrot með því að leka villandi upplýsingum til fjölmiðla.

Ekkert að fela

„Eftir allt sem að á hefur gengið, eftir að hafa verið í meira en 10 mánuði með lausa samninga, eftir að hafa mætt á fjölda funda við samninganefnd Reykjavíkurborg og upplifað þar algjört virðingarleysi fyrir kröfum okkar og þeim fregnum sem að við höfum fært úr baklandi okkar, um óþolandi lág laun, um hrikalegt álag, um virðingarleysi, hefur samninganefnd Eflingar tekið þessi sögulegu ákvörðun: Við ætlum ekki að mæta samninganefnd Reykjavíkurborgar lengur hjá embætti ríkissáttasemjara. Við ætlum að eiga samningaviðræður við borgarstjóra fyrir opnum tjöldum. Við höfum ekkert að fela,“

skrifar Sólveig Anna á Facebook. Efling hafði í morgun tilkynnt um viðræðuslit vegna kjarasamningsgerðar og bar því við að Reykjavíkurborg hefði brotið lög og trúnað og dreift villandi fréttum til fjölmiðla um gang mála:

„Í síðustu viku lögðum við fram tilboð til borgarinnar. Þau sýndu því ekki mikinn áhuga og vildu ekki ræða það frekar á fundinum. Því var aftur á móti lekið í fjölmiðla, í þeim tilgangi að slá vopnin úr höndum okkar og reyna að niðurlægja okkur á opinberum vettvangi, fyrst það hefur ekki borið árangur að beita þeirri nálgun á samningafundum. En við látum ekki kúga okkur til hlýðni.“

Komin með nóg

Sólveig krefst þess að borgarstjóri axli ábyrgð á framgöngu samninganefndar sinnar:

 „Það er með algjörum ólíkindum að þau sem að fara með völd í Reykjavík feli sig á bak við samninganefnd og láti sem að við séum ekki til. Undirskriftir eitt þúsund félagamanna Eflingar og starfsfólks borgarinnar þar sem að þess var krafist að borgin gengi frá kjarasamningi við okkur var hunsuð af Degi B. Eggertssyni. En hann lagði blessun sína yfir að Þórdís Lóa héldi sérstakt samsæti í Höfða með fulltrúum atvinnurekanda og fjármagnseigenda til að borgin gæti betur brugðist við þeirra löngunum og kröfum! Ég veit ekki af hverju þau telja þetta boðlega framkomu en ég veit að við, samninganefnd Eflingar, erum fyrir löngu komin með nóg.“

Á leið í verkfall

„Við erum hér. Við erum á leið í verkfall. Við munum berjast þangað til við höfum verið viðurkennd og okkur tryggt mannsæmandi viðurværi. Borgin er í okkar höndum!“

segir Sólveig að lokum.

Á þriðjudag mun birtast í dagblöðum opið bréf samninganefndar Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg til Dags B. Eggertssonar, en atkvæðagreiðsla um verkfall 1800 félagsmanna Eflingar hjá borginni hefst á hádegi sama dag.

Samkvæmt fyrirliggjandi tillögu munu allir starfsmenn Eflingar hjá borginni fara í verkfall í byrjun febrúar á völdum dagsetningum og í ótímabundið verkfall frá 17. febrúar.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki