Föstudagur 28.febrúar 2020
Eyjan

Er hugmynd Styrmis lausnin í deilunni um hálendisþjóðgarð?

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 20. janúar 2020 16:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Kannski er lausnin á þeim deilum, sem nú eru að rísa vegna hálendisþjóðgarðs sú að þjóðin sjálf taki sínar ákvarðanir í þjóðaratkvæðagreiðslu,“

segir Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins. Mikið er deilt um ágæti ætlaðs hálendisþjóðgarðs sem umhverfisráðherra hefur kynnt í frumvarpi sínu, þar sem slíkar hugmyndir eigi litla samleið með ætluðum virkjanaframkvæmdum á svæðinu, auk þess sem sveitarfélög á svæðinu hafa gert athugasemdir sem og ferðaþjónustan.

Ígildi fiskimiðanna

Styrmir segir að náttúra Íslands sé ígildi fiskimiðanna, sem sökum ofveiði hafi þurft á kvótakerfi að halda, vegna ágangs manna í auðlindina. Svipað sé uppi á teningnum varðandi náttúruna:

„Miðhálendi Íslands – svo og fleiri ósnortin svæði svo sem nyrzt á Ströndum – eru ígildi fiskimiðanna. Það er náttúra Íslands, sem dregur að sér erlenda ferðamenn hingað til Íslands, sem eru að verða ein helzta tekjulind okkar.  Þessi náttúra er víða í hættu, ekki vegna ágangs sauðfjár, heldur vegna ágangs mannfólksins, sem kann sér ekki hóf í framkvæmdagleði og/eða átroðningi.“

Átök tveggja stefna

Hann nefnir að nú séu uppi árekstrar milli stóriðjustefnunnar og náttúruverndar:

„Seint á fimmta áratug síðustu aldar var orðið ljóst að við gætum ekki lifað á fiskimiðunum einum. Þess vegna varð stóriðjustefnan til og nýting á orku fallvatnanna hófst sem breikkaði afkomugrundvöll þjóðarinnar verulega. Nú eru að verða til árekstrar á milli nýtingar orku fallvatnanna og verndar náttúru Íslands. Við sem samfélag verðum að horfast í augu við þá árekstra og komast að niðurstöðu,“

segir Styrmir og leggur til þjóðaratkvæðisgreiðslu um málið.

Áhætta fyrir Guðna

En til þess að verði af þjóðaratkvæðisgreiðslu, þarf Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, að synja lögum umhverfisráðherra um hálendisþjóðgarð og vísa þeim til þjóðaratkvæðis.

Það gæti reynst Guðna erfitt, enda umdeilt mál sem gæti klofið þjóðina og hætta sem sameiningartákn Íslands vill tæplega tefla á í aðdraganda forsetakosninga, sem eru á dagskrá í sumar. Að vísu hefur ekki neinn tilkynnt um mótframboð ennþá og Guðni væntanlega sjálfkjörinn, en vinsældir hans gætu hrapað í kjölfarið.

Hinn kosturinn er að Alþingi vísi málinu til þjóðaratkvæðisreiðslu, sem verður að teljast enn langsóttara.

Frumvarp umhverfisráðherra hefur verið til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda, en umsagnarfrestur rennur út á miðnætti í dag. Alls eru 46 umsagnir um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 20 klukkutímum

Vill koma í veg fyrir óeðlilegar hækkanir á leigu með nýju frumvarpi

Vill koma í veg fyrir óeðlilegar hækkanir á leigu með nýju frumvarpi
Eyjan
Fyrir 21 klukkutímum
Getur verið ?
Eyjan
Fyrir 21 klukkutímum

Dagur svarar Eflingu: „Vildi óska að sami kraftur væri settur í samningagerðina og ítrekað virðist fara í skeytasendingar í minn garð“

Dagur svarar Eflingu: „Vildi óska að sami kraftur væri settur í samningagerðina og ítrekað virðist fara í skeytasendingar í minn garð“
Eyjan
Fyrir 22 klukkutímum

„Einhver myndi kalla þetta kulnun í starfi, hér áður fyrr hét þetta víst leti“

„Einhver myndi kalla þetta kulnun í starfi, hér áður fyrr hét þetta víst leti“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Fjölfræðispilið góða og þekking á skáldum og fossum

Fjölfræðispilið góða og þekking á skáldum og fossum
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ákvörðun Þórdísar gerir allt vitlaust – „Er hún galin?“ – „Brá verulega við að frétta af þessu“ – „Hvaðan fær Þórdís Kolbrún ráðleggingar?“

Ákvörðun Þórdísar gerir allt vitlaust – „Er hún galin?“ – „Brá verulega við að frétta af þessu“ – „Hvaðan fær Þórdís Kolbrún ráðleggingar?“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Aðalsteinn Leifsson er nýr ríkissáttasemjari

Aðalsteinn Leifsson er nýr ríkissáttasemjari
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Háskólalóð undirlögð af bílastæðum

Háskólalóð undirlögð af bílastæðum