fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Eyjan

Brosmynd ráðherra á leið á hamfarasvæði sögð óviðeigandi – „Til skammar þessu fólki“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 17. janúar 2020 10:35

Ráðherrarnir á leið til Flateyrar. Hafa þeir sætt gagnrýni fyrir það eitt að brosa.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sem kunnugt er flugu formenn stjórnarflokkanna til Flateyrar í gær til að kynna sér aðstæður og sýna samhug í verki hjá heimamönnum eftir snjóflóðin sem féllu í vikunni og eyðilögðu bátaflota bæjarins, auk eins húss þar sem unglingsstúlka varð undir flóðinu, en sakaði ekki.

Ráðherrarnir, þau Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra, flugu til Flateyrar með þyrlu landhelgisgæslunnar, og tók gæslan myndir af viðburðinum og sendi til fjölmiðla í tilkynningu.

Óviðeigandi að brosa

Ekki eru allir sáttir við eina mynd sem tekin var af ráðherrunum, þar sem þeir sjást brosandi um borð í þyrlunni. Er hún sögð afar óviðeigandi miðað við tilefnið.

Nokkur fjöldi manns hefur gagnrýnt myndina á samfélagsmiðlum, en þar á meðal er markþjálfinn Sveinn Hjörtur Guðfinnsson, einn af stofnendum og frambjóðendum Miðflokksins og fyrrverandi formaður Framsóknarfélagsins í Reykjavík:

„Helstu ráðherrar ríkisstjórnarinnar með bros á vör á leið til Flateyrar þar sem samfélagið, útgerð og atvinnulíf er lamað eftir alvarlegt snjóflóð. Ég get ekki brosað af stöðunni og er hugur minn hjá Flateyringum og Vestfirðingum. Einhvern veginn finnst mér þessi „pr-mynd“ gæslunnar ekki viðeigandi – og því síður í dag!“

skrifar Sveinn Hjörtur á Facebook í gær og bætir við:

„Mikilvægast er að halda í vonina og gefa gleðinni rými. Þessi mynd er til skammar þessu fólki að sé birt. Annað dæmi er sýndarmennska í nýliðnu óveðrinu…“

skrifar Sveinn Hjörtur og birtir mynd af forsætisráðherra að berja klaka af raflínu eftir óveðrið sem skall á í desember á síðasta ári.

Margir taka undir með Sveini og segja ráðherrana vera popúlista, meðan aðrir benda á að varhugavert sé að dæma aðstæður aðeins út frá einni mynd og taka þanig hlutina úr samhengi.

Aðrir nota húmorinn og segja um ferð ráðherrana til Flateyrar:

„Er ekki blessað fólkið fyrir vestan búið að þola nóg?“

Flennibros í hamförum

Þá telur Illugi Jökulsson, fjölmiðlamaður og rithöfundur, ástæðu til að fetta fingur út í myndina einnig á Facebook-síðu sinni:

„Að öll þrjú setji upp flennibros þegar ljósmyndari nálgast að taka mynd af þeim í ferð á hamfarasvæði … fyrirgefiði, hvað er það?“

skrifar Illugi, en hann hafði áður skrifað við deilingu Hrafns nokkurs á myndinni:

„Var Bjarni að fara með krakkana að skila milljörðunum úr ofanflóðasjóði? Onei, ekki alveg.“

Skrifar Hrafn að um pr sýnisferð hafi verið að ræða:

„Skælbrosandi ráðherrar – sem sitja á 23 milljörðum sem innheimtir eru af almenningi og eyramerktir eru snjóflóðavörnum – í PR- og sýnisferð vestur. Enda hvarf umræðan um bráðavanda Heilbrigðisþjónustunnar í snjókófinu!”

Ekki allt brosmyndir

Til að gæta sanngirni voru ekki allar myndir sem Landhelgisgæslan sendi, brosmyndir af ráðherrunum.

Hér að neðan má sjá tvær myndir úr sömu ferð:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Fyrrverandi forstjóri Reita: Hús eru byggð of þétt og of mikill hraði í byggingarframkvæmdum

Fyrrverandi forstjóri Reita: Hús eru byggð of þétt og of mikill hraði í byggingarframkvæmdum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Skipta út bankaráði Landsbankans í heild sinni eftir TM-hneykslið

Skipta út bankaráði Landsbankans í heild sinni eftir TM-hneykslið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ásakanir um lýðskrum og óráðsíu gengu á víxl á fundi borgarstjórnar og spurt hvort enginn viti hversu margir milljarðar eru farnir

Ásakanir um lýðskrum og óráðsíu gengu á víxl á fundi borgarstjórnar og spurt hvort enginn viti hversu margir milljarðar eru farnir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Bjarkey ráðherra í fyrsta skipti

Bjarkey ráðherra í fyrsta skipti