Föstudagur 28.febrúar 2020
Eyjan

Brosmynd ráðherra á leið á hamfarasvæði sögð óviðeigandi – „Til skammar þessu fólki“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 17. janúar 2020 10:35

Ráðherrarnir á leið til Flateyrar. Hafa þeir sætt gagnrýni fyrir það eitt að brosa.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sem kunnugt er flugu formenn stjórnarflokkanna til Flateyrar í gær til að kynna sér aðstæður og sýna samhug í verki hjá heimamönnum eftir snjóflóðin sem féllu í vikunni og eyðilögðu bátaflota bæjarins, auk eins húss þar sem unglingsstúlka varð undir flóðinu, en sakaði ekki.

Ráðherrarnir, þau Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra, flugu til Flateyrar með þyrlu landhelgisgæslunnar, og tók gæslan myndir af viðburðinum og sendi til fjölmiðla í tilkynningu.

Óviðeigandi að brosa

Ekki eru allir sáttir við eina mynd sem tekin var af ráðherrunum, þar sem þeir sjást brosandi um borð í þyrlunni. Er hún sögð afar óviðeigandi miðað við tilefnið.

Nokkur fjöldi manns hefur gagnrýnt myndina á samfélagsmiðlum, en þar á meðal er markþjálfinn Sveinn Hjörtur Guðfinnsson, einn af stofnendum og frambjóðendum Miðflokksins og fyrrverandi formaður Framsóknarfélagsins í Reykjavík:

„Helstu ráðherrar ríkisstjórnarinnar með bros á vör á leið til Flateyrar þar sem samfélagið, útgerð og atvinnulíf er lamað eftir alvarlegt snjóflóð. Ég get ekki brosað af stöðunni og er hugur minn hjá Flateyringum og Vestfirðingum. Einhvern veginn finnst mér þessi „pr-mynd“ gæslunnar ekki viðeigandi – og því síður í dag!“

skrifar Sveinn Hjörtur á Facebook í gær og bætir við:

„Mikilvægast er að halda í vonina og gefa gleðinni rými. Þessi mynd er til skammar þessu fólki að sé birt. Annað dæmi er sýndarmennska í nýliðnu óveðrinu…“

skrifar Sveinn Hjörtur og birtir mynd af forsætisráðherra að berja klaka af raflínu eftir óveðrið sem skall á í desember á síðasta ári.

Margir taka undir með Sveini og segja ráðherrana vera popúlista, meðan aðrir benda á að varhugavert sé að dæma aðstæður aðeins út frá einni mynd og taka þanig hlutina úr samhengi.

Aðrir nota húmorinn og segja um ferð ráðherrana til Flateyrar:

„Er ekki blessað fólkið fyrir vestan búið að þola nóg?“

Flennibros í hamförum

Þá telur Illugi Jökulsson, fjölmiðlamaður og rithöfundur, ástæðu til að fetta fingur út í myndina einnig á Facebook-síðu sinni:

„Að öll þrjú setji upp flennibros þegar ljósmyndari nálgast að taka mynd af þeim í ferð á hamfarasvæði … fyrirgefiði, hvað er það?“

skrifar Illugi, en hann hafði áður skrifað við deilingu Hrafns nokkurs á myndinni:

„Var Bjarni að fara með krakkana að skila milljörðunum úr ofanflóðasjóði? Onei, ekki alveg.“

Skrifar Hrafn að um pr sýnisferð hafi verið að ræða:

„Skælbrosandi ráðherrar – sem sitja á 23 milljörðum sem innheimtir eru af almenningi og eyramerktir eru snjóflóðavörnum – í PR- og sýnisferð vestur. Enda hvarf umræðan um bráðavanda Heilbrigðisþjónustunnar í snjókófinu!”

Ekki allt brosmyndir

Til að gæta sanngirni voru ekki allar myndir sem Landhelgisgæslan sendi, brosmyndir af ráðherrunum.

Hér að neðan má sjá tvær myndir úr sömu ferð:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 21 klukkutímum

Vill koma í veg fyrir óeðlilegar hækkanir á leigu með nýju frumvarpi

Vill koma í veg fyrir óeðlilegar hækkanir á leigu með nýju frumvarpi
Eyjan
Fyrir 22 klukkutímum
Getur verið ?
Eyjan
Fyrir 22 klukkutímum

Dagur svarar Eflingu: „Vildi óska að sami kraftur væri settur í samningagerðina og ítrekað virðist fara í skeytasendingar í minn garð“

Dagur svarar Eflingu: „Vildi óska að sami kraftur væri settur í samningagerðina og ítrekað virðist fara í skeytasendingar í minn garð“
Eyjan
Fyrir 23 klukkutímum

„Einhver myndi kalla þetta kulnun í starfi, hér áður fyrr hét þetta víst leti“

„Einhver myndi kalla þetta kulnun í starfi, hér áður fyrr hét þetta víst leti“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Fjölfræðispilið góða og þekking á skáldum og fossum

Fjölfræðispilið góða og þekking á skáldum og fossum
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ákvörðun Þórdísar gerir allt vitlaust – „Er hún galin?“ – „Brá verulega við að frétta af þessu“ – „Hvaðan fær Þórdís Kolbrún ráðleggingar?“

Ákvörðun Þórdísar gerir allt vitlaust – „Er hún galin?“ – „Brá verulega við að frétta af þessu“ – „Hvaðan fær Þórdís Kolbrún ráðleggingar?“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Aðalsteinn Leifsson er nýr ríkissáttasemjari

Aðalsteinn Leifsson er nýr ríkissáttasemjari
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Háskólalóð undirlögð af bílastæðum

Háskólalóð undirlögð af bílastæðum