fbpx
Mánudagur 06.apríl 2020
Eyjan

Svandís svarar fyrir sig – „Rúmir 5,6 milljarðar króna í aukin framlög“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 16. janúar 2020 13:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur sætt harðri gagnrýni vegna framgöngu sinnar á fundi með læknaráði, sem og þurft að svara fyrir bága stöðu Landspítalans, ekki síst bráðamóttökunnar, en læknar líkja stöðunni þar sem neyðarástandi.

Heilbrigðisráðuneytið birtir síðan í dag frétt á heimasíðu sinni, þar sem tíundaðar eru staðreyndir um heilbrigðisstofnanir og fjárveitingar síðustu ára, með áherslu á þeirri aukningu sem orðið hefur.

Á ekki við rök að styðjast

Í fréttinni kemur fram að rúmir 5.6 milljarðar króna hafi farið í aukin framlög til Landspítalans:

„Staðhæfingar sem fram hafa komið í opinberum umræðum, meðal annars um stórfelldan niðurskurð á Landspítala og heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni, eiga ekki við rök að styðjast.

Framlög ríkisins til Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins jukust um 24% á árabilinu 2017 – 2020.

Aukningin til Landspítala nam um 12% á sama tímabili, 8% til Sjúkrahússins á Akureyri og 10% að meðaltali til heilbrigðisstofnananna sex sem starfa um allt land.

Aukin framlög til Landspítalans um 12% nema í krónum talið rúmum 5,6 milljörðum króna. Tekið skal fram að í meðfylgjandi tölum um aukin framlög eru launa- og verðlagsbætur undanskildar. Byggingaframkvæmdir eru einnig undanskildar, þannig að framlög vegna uppbyggingar nýs Landspítala eru ekki meðtalin. Hér er því um að ræða aukin framlög til heilbrigðisþjónustu og reksturs hennar.

Eins og fram kom í máli Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítalans, í sjónvarpsfréttum Stöðvar 2 í fyrrakvöld eru margir þættir til þess fallnir að styrkja og bæta stöðu Landspítalans aðrir en að auka framlög til sjúkrahússins. Þar nefndi hann sérstaklega áhrifin af því að efla heilsugæsluna, hjúkrunarþjónustu og aðra heilbrigðisþjónustu út um landið, því um eina heild sé að ræða. Heilbrigðisráðuneytið birti nýverið samantekt með upplýsingum um það helsta sem gert hefur verið af hálfu heilbrigðisyfirvalda að undanförnu í þessum efnum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ölgerðin lækkar bjórverð í 188 krónur – Lækkunin sögð vegna Covid-19

Ölgerðin lækkar bjórverð í 188 krónur – Lækkunin sögð vegna Covid-19
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Spáir verstu kreppu í 100 ár og segir verkalýðshreyfinguna skorta jarðtengingu – „Því miður eru sumir í afneitun“

Spáir verstu kreppu í 100 ár og segir verkalýðshreyfinguna skorta jarðtengingu – „Því miður eru sumir í afneitun“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ragnar Þór: „Hefur ekkert með skoðanir SA eða viðhorf Viðskiptaráðs að gera“

Ragnar Þór: „Hefur ekkert með skoðanir SA eða viðhorf Viðskiptaráðs að gera“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ný rannsókn: Þú trúir því aldrei hvað Íslendingar sóa miklum mat árlega – Sláandi tölur

Ný rannsókn: Þú trúir því aldrei hvað Íslendingar sóa miklum mat árlega – Sláandi tölur
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Logi hneykslaður – Laun hjúkrunarfræðings á gjörgæslu lækkuð um 41 þúsund krónur á tímum COVID-19

Logi hneykslaður – Laun hjúkrunarfræðings á gjörgæslu lækkuð um 41 þúsund krónur á tímum COVID-19
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þetta ætlar Hafnarfjarðarbær að gera vegna Covid 19 – Aðgerðir bæjarstjórnar samþykktar

Þetta ætlar Hafnarfjarðarbær að gera vegna Covid 19 – Aðgerðir bæjarstjórnar samþykktar