fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Krefjast stjórnsýsluúttektar og að Svandís láti af „úreltri ráðstjórnarhugsun“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 16. janúar 2020 14:26

Kolbrún beinir spjótum sínum að Svandísi Svavarsdóttur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þingflokkur Miðflokksins hvetur heilbrigðisráðherra til að bregðast nú þegar við þeim fjölmörgu vandamálum sem starfsfólk Landspítalans hefur bent á nýverið,“

segir í tilkynningu frá Miðflokknum. Þar er skorað á ríkisstjórnina að framkvæma ítarlega stjórnsýsluúttekt á Landspítalanum, en málefni hans hafa verið í brennidepli fyrir bagalegt ástand, sem lýst hefur verið af læknum sem neyðarástandi.

Vill Miðflokkurinn að mönnun í samvinnu við fagstéttir verði tryggð og tillaga Miðflokksins um að setja stjórn yfir spítalann til stuðnings og aðhalds með framkvæmdastjórn ásamt því að grandskoða fjármál „þessa mikilvægasta sjúkrahúss landsins“, verði samþykkt:

„Þingflokkurinn hvetur einnig til þess að heilbrigðisstofnanir og sjúkrahús á landsbyggðinni fái aukin verkefni og létti þannig á Landspítala. Á Akranesi, Selfossi og í Reykjanesbæ svo eitthvað sé nefnt er aðstaða og starfsfólk sem er fullfært til að sinna mörgum af þeim verkefnum sem LSH sinnir í dag.“

Úrelt Svandís

Þá er sagt að stjórnunarhættir Svandísar séu úreltir, til vitnis séu biðlistar í liðskiptiaðgerðir:

„Þá hvetur þingflokkurinn ráðherra til að láta af úreltri ráðstjórnarhugsun og semja nú þegar við einkaaðila um aðgerðir, umönnun, hjúkrun og annað sem stytt getur biðlista og bætt ástandið í heilbrigðiskerfinu. Til að bæta þjónustu og mönnun á landsbyggðinni er ríkisstjórnin hvött til að taka upp hvatakerfi að erlendri fyrirmynd þar sem sérfræðingum er ívilnað fyrir störf sín í dreifðari byggðum. Loks hvetur þingflokkurinn heilbrigðisráðherra til að beita sér fyrir að heilbrigðisstarfsfólk tjái sig um áhyggjur sínar og leggi með þeim hætti fram tillögur til lausnar á vandamálum sem við er að etja.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki