fbpx
Föstudagur 07.ágúst 2020
Eyjan

Jóhann segir Guðrúnu vera ósammála sjálfri sér – „Sendi þessa hugmynd til Samherja og Namibíu“

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 16. janúar 2020 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhann Þorvarðarsson pistlahöfundur segir í pistli sínum, sem birtist á Miðjunni, að Samtök Atvinnulífsins séu sífellt með tuð um lækkun skatta á fyrirtæki og minni ríkisútgjöld. Hann segir samtökin því vilja minni sameiginlega velferð.

Hann segir þó að þetta sé misjafnt eftir því hver talar og tekur dæmi. „Hagfræðingur Samtaka iðnaðarins skrifaði nýlega grein um hvernig efla má samkeppnishæfni Íslands og leggur fram áratuga gamlar hugmyndir. Skoðum eina. „Innviðir séu í góðu ástandi og uppfylli þarfir atvinnulífs og almennings“. Þetta kallar á aukin ríkisútgjöld á sama tíma og hin samtökin heimta minnkandi útgjöld.“

„Gleymdi víst að tala við sjálfa sig um stefnuna“

Jóhann segir að þáð sé ekki mögulegt að átta sig á stefnu sérhagsmunageirans hér á landi. „Guðrún Hafsteinsdóttir Kjörísdrottning gleymdi víst að tala við sjálfa sig um stefnuna,“ segir Jóhann. „Hún er nefnilega bæði formaður Samtaka iðnaðarins, sem vill meiri ríkisútgjöld, og svo situr hún einnig í stjórn Samtaka atvinnulífsins, sem heimtar minni ríkisútgjöld. Guðrún ku ekki vera í góðu talsambandi við sjálfan, horfir í spegil og rífst.“

Þá segir Jóhann að hann verður að minnast á aðra hugmynd hagræðingins sem kemur fram í umræddri grein en þar stendur: „Íslenskar vörur og fyrirtæki hafi jákvæða ímynd í samanburði við erlenda valkosti“. Jóhann botnar þá pistilinn og veltir því fyrir sér hvort hagræðingurinn ætti ekki að koma þessari hugmynd lengra. „Er ekki rétt að hagfræðingurinn sendi þessa hugmynd til Samherja og Namibíu og leiti álits.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Staðan á vinstri vængnum: Vænlegir nýliðar og beðið eftir ákvörðun Rósu Bjarkar

Staðan á vinstri vængnum: Vænlegir nýliðar og beðið eftir ákvörðun Rósu Bjarkar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Yngstu þingmenn 21. aldarinnar á Íslandi – Tvö jafn gömul upp á dag þegar þau urðu þingmenn

Yngstu þingmenn 21. aldarinnar á Íslandi – Tvö jafn gömul upp á dag þegar þau urðu þingmenn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gagnrýnir Ásmund harðlega: „Eiginhagsmunagæsla og atkvæðakaup“

Gagnrýnir Ásmund harðlega: „Eiginhagsmunagæsla og atkvæðakaup“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Icelandair stefnir á að ljúka samningum í vikulok – Gengisveiking styður við endurreisn félagsins

Icelandair stefnir á að ljúka samningum í vikulok – Gengisveiking styður við endurreisn félagsins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sláandi frétt CBS um „vænissjúkan“ sendiherra á Íslandi – Vill byssu, brynvarðan bíl og stunguvesti

Sláandi frétt CBS um „vænissjúkan“ sendiherra á Íslandi – Vill byssu, brynvarðan bíl og stunguvesti
Eyjan
Fyrir 1 viku

Margrét kemur Ragnari til varnar – „Lærdóm verði að draga af misvitrum fjárfestingum“

Margrét kemur Ragnari til varnar – „Lærdóm verði að draga af misvitrum fjárfestingum“