fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Eyjan

Átta bæir enn á snjóflóðahættusvæði – 60 árum á eftir áætlun

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 16. janúar 2020 09:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Staða snjóflóðavarna hefur verið í brennidepli eftir snjóflóðin á Flateyri í fyrrakvöld. Líkt og Eyjan fjallaði um í gær er vinna við snjóflóðavarnir um 60 árum á eftir áætlun, ef miðað er við það fjármagn og þann hraða sem verið hefur í málaflokknum undanfarin ár, en uppbyggingunni átti að ljúka árið 2010, að sögn verkfræðings sem unnið hefur að málaflokknum hér á landi.

Sjá nánar: Snjóflóðaverkfræðingur segir Ísland 60 árum á eftir áætlun – „Sem er óheppilegt því við verðum öll dauð“

Átta bæir enn á hættusvæði

Hins vegar eru enn átta bæir á Íslandi sem teljast sem hættusvæði í C flokki, þegar kemur að snjóflóðum, en það er sá flokkur sem þykir brýnast að byggja upp varnir.

Þeir eru: Patreksfjörður, Bíldudalur, Hnífsdalur, Tálknafjörður, Siglufjörður, Seyðisfjörður, Neskaupsstaður, og Eskifjörður.

Vantar fjármagn

Á sumum þessum stöðum er vinnan við uppbyggingu þegar hafin, en líkt og áður segir átti að ljúka vinnunni árið 2010.

Þegar hefur um 21 milljarði verið varið í uppbyggingu varnargarða á síðustu 25 árum, að núvirði.

Stjórnarformaður Ofanflóðasjóðs, Halldór Halldórsson, segir að Alþingi skammti of naumlega í sjóðinn og því muni það taka um 50 ár til viðbótar að ljúka uppbyggingunni.

„Ætli það séu ekki uppsafnaðir einhverjir 23 milljarðar sem að væri hægt að nota. Það hefur alltaf verið einhver ástæða fyrir því að það er ekki hægt. Það segi ég að sé röng forgangsröðun af því við verðum að rífa þetta af eins fljótt og við getum,“

segir Halldór við RÚV, en það er fjárlaganefnd sem skammtar í sjóðinn af fjárlögum ár hvert.

„Mér heyrist þetta vera búið að ná eyrum fólks núna. Það eina sem vantar eru peningar til að fara hraðar í verkefni og byrja á nýjum verkefnum,“

segir Halldór.

Í dag eru 25 ár frá snjóflóðinu í Súðavík, hvar 14 manns létust og 18 hús urðu undir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins