fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Eyjan

Jóhannes hjólar í Björn Leví – „Þetta er undarleg hugsun, nánast andlýðræðisleg“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 15. janúar 2020 15:52

Jóhannes Þór Skúlason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Björn Leví þingmaður Pírata lætur nú að því liggja að það sé á einhvern hátt óeðlilegt að þingmenn hitti umbjóðendur sína, einstaklinga, fyrirtæki og hagsmunaaðila, á fundum og ræði mál sem hafa áhrif á starfsemi þeirra. Þetta er undarleg hugsun, nánast andlýðræðisleg,“

segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar í tilefni af orðum Björns Leví Gunnarssonar um „lobbýistafund“ sem hann sótti hjá aðilum í ferðaþjónustu í gær ásamt örðum þingmönnum.

Björn sagðist hafa liðið illa á fundinum, sem væri óviðeigandi og hefði gert sig vanhæfari en ella til að fjalla um mál hálendisþjóðgarðs.

Sjá nánar: Björn Leví stígur fram – „Leið satt best að segja illa á þessum fundi“

Jóhannes telur Björn sýna óþarfa viðkvæmni:

„Það er einfaldlega stór hluti af starfi þingmanna að ræða við fólk um allt land, í öllum störfum og stigum þjóðfélagsins, til að kynna sér aðstæður þeirra, þarfir og áhrif sem mál í umfjöllun þingsins geta haft á þá. Það gera þingmenn til að fá betri upplýsingar um allar hliðar mála, alveg eins og þeir lesa opinberar umsagnir ýmissa aðila um þingmál í sama tilgangi.“

Þá segir hann að illt væri að fara eftir ráðum Björns Levís:

„Ef farið væri eftir skilyrðum sem Björn Leví setur fram í dag ættu þingmenn að sitja á skrifstofu sinni og lesa skýrslur og umsagnir og taka ákvörðun um þingmál út frá þeim eingöngu. Allir sjá að þannig virkar lýðræðisleg ákvarðanataka ekki.“

Sjálfur setið slíka fundi

Þá greinir Jóhannes Þór, sem er fyrrverandi aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, að Björn Leví hafi oft setið slíka lokaða fundi með lobbýistum áður:

„Að lokum má benda á að Björn Leví hefur í starfi sínu á Alþingi undanfarin ár setið fjölda slíkra harðlokaðra funda með fulltrúum „lobbýista“ (eins og hann kallar það) þar sem lobbýistarnir eru sérstaklega boðaðir til fundar og fá tækifæri til að fara yfir sjónarmið sín á ýmsum málum í lokuðu herbergi með þingmönnum. Þeir fundir eru kallaðir nefndafundir Alþingis.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus