Mánudagur 24.febrúar 2020
Eyjan

Bæta þarf geðrækt í skólum – Sjáðu tillögur landlæknis

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 15. janúar 2020 17:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Starfshópur á vegum embættis landlæknis sem unnið hefur tillögur um innleiðingu geðræktarstarfs, forvarna og stuðnings við börn og ungmenni í skólastarfi hefur skilað niðurstöðum sínum og tillögum til heilbrigðisráðherra.

Tillögurnar voru meðal annars byggðar á könnun sem lögð var fyrir starfsfólk leik-, grunn- og framhaldsskóla á Íslandi, en þær niðurstöður leiddu í ljós að víða má gera betur þegar kemur að geðræktarmálum í skólum:

„Niðurstöður könnunarinnar undirstrika mikilvægi þess að styrkja umgjörð, skipulag og innviði skólakerfisins til að sinna geðrækt, forvörum og stuðningi við nemendur með farsælum hætti, nýta gögn og árangursmælingar með markvissari hætti til að efla geðræktarstarf og skólabrag, og koma á fót árangursríkri kennslu í félags- og tilfinningafærni á öllum skólastigum.

Jafnframt þarf að tryggja mun betur en gert er í dag að nemendur á öllum skólastigum fái þann stuðning sem þeir þurfa vegna erfiðleika á sviði hegðunar, líðanar og félagsfærni, og að starfsfólk í skólum fái þann stuðning sem þau þurfa til að sinna hegðun, líðan og samskiptum barna og ungmenna með farsælum hætti. Ákvæði í lögum og reglugerðum virðast ekki duga til að tryggja að framkvæmd verði með þeim hætti sem gert er ráð fyrir heldur þarf heildarskipulag, aðföng, þjálfun og handleiðsla starfsfólks, samstarf stofnana og skilgreind hlutverk aðila skólasamfélagsins að styðja við framkvæmdina.“

Tillögurnar eru í átta liðum:

  1. Geðræktarkennsla á öllum skólastigum
  2. Þrepaskiptur stuðningur í skólastarfi
  3. Samstarf kerfa í þágu barna og ungmenna
  4. Skólaumhverfi sem styður við vellíðan
  5. Þekking og færni til að vinna með hegðun, líðan og samskipti barna og ungmenna
  6. Gagnreynd nálgun að hegðun í skólakerfinu
  7. Skólatengsl og samstarf við foreldra
  8. Réttur til gæðamenntunar og gagnreyndra stuðningsúrræða

Þær eru nánar útfærðar hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Að hanga á horreiminni

Að hanga á horreiminni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jóhann er allt annað en sáttur með „einkaeign“ Sjálfstæðisflokksins – „Hvað er eiginlega í gangi í landinu?“

Jóhann er allt annað en sáttur með „einkaeign“ Sjálfstæðisflokksins – „Hvað er eiginlega í gangi í landinu?“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Það er komið nóg, Vigdís Hauksdóttir“ – Vigdís fordæmir „bræðiskast“ borgarstjóra

„Það er komið nóg, Vigdís Hauksdóttir“ – Vigdís fordæmir „bræðiskast“ borgarstjóra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gunnar Smári -„Mikill meirihluti fólks er sammála sósíalistum í öllum megindráttum“ – Mælast með 3,4%

Gunnar Smári -„Mikill meirihluti fólks er sammála sósíalistum í öllum megindráttum“ – Mælast með 3,4%