fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Sigrún til Samfylkingarinnar

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 13. janúar 2020 16:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigrún Einarsdóttir, hefur verið ráðin í stöðu verkefna- og viðburðarstjóra Samfylkingarinnar, hún hefur þegar hafið störf, samkvæmt tilkynningu.

Sigrún var síðast verkefna- og þjónustustjóri hjá Norræna húsinu. Þá sá hún um stjórn verkefnisins Norðurlönd í fókus sem er hluti af samskiptasviði Norrænu ráðherranefndarinnar og sá um miðlun á starfi nefndarinnar á Íslandi.
Sigrún starfaði einnig í þrjú ár í sendiráði Íslands í Noregi og sinnti þar meðal annars borgaraþjónustu og öðrum verkefnum svo sem þýðingum og milligöngu forstöðumanna og ráðuneyta á Íslandi og í Noregi.

Sigrún er fjölmiðlafræðingur og hefur auk þess numið menningarstjórnun við Háskólann á Bifröst.

Staðan var auglýst fyrir áramót og voru umsækjendur 35 talsins. Valnefnd skipuð af stjórn Samfylkingarinnar sá um vinnslu á umsóknum og var ráðningin svo staðfest af framkvæmdastjórn flokksins

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt