fbpx
Föstudagur 29.maí 2020
Eyjan

Morgunblaðið vill leggja niður ríkisstofnun sem aðeins er skipuð konum – „Hvers vegna er það ekki gert?“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 13. janúar 2020 13:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Staksteinar Morgunblaðsins gefa jafnan ágæta hugmynd um ritstjórnarstefnu blaðsins, þó svo vitað sé að þar haldi ekki ávallt ritstjóri um penna.

Í dag vilja Staksteinar að tekið sé til í ríkisrekstrinum og nefna tvær ríkisstofnanir máli sínu til stuðnings.

Sú fyrri er Umboðsmaður skuldara. Segir Morgunblaðið að þar sem staðan frá hruni hafi „gjörbreyst“ leiti færri til stofnunarinnar en áður og þar með sé tilvistargrundvöllur hennar brostinn. Þá finnur Morgunblaðið einnig að því að á vinnustaðnum séu einungis konur:

„Færri leita nú til ríkisstofnunarinnar Umboðsmaður skuldara en áður og kemur ekki á óvart. Stofnuninni var komið á fót í kjölfar falls bankanna þegar óvenjulega margir einstaklingar áttu í erfiðleikum með skuldir sínar. Sú staða hefur sem betur fer gjörbreyst, en ríkisstofnunin lifir áfram. Samkvæmt rekstrarreikningi fyrir 2018, sem finna má í myndarlegri ársskýrslu stofnunarinnar á glæsilegum vef hennar, má sjá að skattgreiðendur lögðu henni til nærri 280 milljónir króna það ár. Á sama vef má sjá að ekki færri en 17 ríkisstarfsmenn eru hjá stofnuninni (allt konur – ætli ráðherra jafnréttismála hafi verið gert viðvart?).“

Ennþá mikil þörf

Sara Janusardóttir, Verkefnastjóri fræðslu- og kynningarmála hjá US, sagði við Eyjuna að fjölgun hefði verið á umsóknum til embættisins fram til áranna 2017-18, en þeim hefði síðan fækkað aðeins í fyrra:

„Embættið var með um 100 starfsmenn á upphafsárunum, en þeim hefur fækkað í takt við umfangið æ síðan. Við höfum sýnt mikla ráðdeild í rekstrinum, en tölurnar tala sínu máli, miðað við umsóknarfjöldann er greinilega þörf á okkar þjónustu.“

Þess má geta að samkvæmt vef Umboðsmanns skuldara, bárust 1.125 umsóknir um úrræði vegna fjárhagsvanda árið 2019. Frá stofnun  árið 2010 hefur embættið tekið um 16.000 umsóknir til vinnslu, en flestar komu til á árinu 2011, alls 3.100.

Hvað kvennafansinn varðar sagði Sara að það væri tilviljun ein að einungis konur störfuðu hjá embættinu, kynjahlutfallið hefði verið jafnara á fyrri árum stofnunarinnar, en hefði tekið breytingum á síðustu árum.

Fjölmiðanefnd falli frá störfum

Hin ríkisstofnunin sem Morgunblaðið vill losna við er Fjölmiðlanefnd, en eflaust taka aðrir fjölmiðlar undir þá skoðun einnig:

„Önnur stofnun sem einnig varð til eftir fall bankanna er Fjölmiðlanefnd. Hún á rætur að rekja til aðlögunarkröfu Evrópusambandsins í umsóknarferlinu sem vinstristjórnin þvingaði fram. Full ástæða er til að vinda ofan af þeirri aðlögun með því að leggja niður Fjölmiðlanefnd, sem gerir ekkert annað en þvælast fyrir frjálsum fjölmiðlum og kosta skattgreiðendur stórfé,“

segja Staksteinar og spyrja:

„Þessi tvö dæmi um ríkisstofnanir sem voru ekki til fyrir áratug og engin þörf er á sýna svo ekki verður um villst að hægt er að spara í rekstri ríkisins. Hvers vegna er það ekki gert?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

Vilja skapa 200 störf – Viðbótarfjárfestingar allt að sex milljarðar

Vilja skapa 200 störf – Viðbótarfjárfestingar allt að sex milljarðar
Eyjan
Í gær

Landsvirkjun boðar nýjung í framleiðslu sinni – „Enn fátíð í heiminum“

Landsvirkjun boðar nýjung í framleiðslu sinni – „Enn fátíð í heiminum“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Kristján Þór óvinsælasti ráðherrann samkvæmt Gallup

Kristján Þór óvinsælasti ráðherrann samkvæmt Gallup
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Vigdís ósátt: „Þessi tillaga snýst um að hægt verði að bjarga mannslífum“

Vigdís ósátt: „Þessi tillaga snýst um að hægt verði að bjarga mannslífum“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Baráttan um Bessastaði – Óvænt úrslit í netkönnun DV

Baráttan um Bessastaði – Óvænt úrslit í netkönnun DV
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Telur hugmynd stjórnvalda vonda -„Má spyrja sig hvort það sé til lengdar skyn­sam­legt“

Telur hugmynd stjórnvalda vonda -„Má spyrja sig hvort það sé til lengdar skyn­sam­legt“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefst í dag

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefst í dag
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Guðmundur segist eiga stóra vopnageymslu af upplýsingum um starfsmenn RÚV

Guðmundur segist eiga stóra vopnageymslu af upplýsingum um starfsmenn RÚV