fbpx
Laugardagur 15.ágúst 2020
Eyjan

Björn Leví ósáttur: „Af hverju fær slíkt rugl að viðgang­ast á Alþingi?“

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 10. janúar 2020 09:04

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur löngum verið þekktur fyrir að gagnrýna ýmsa hluti sem eiga sér stað á Alþingi. Í pistli sínum sem birtist í Morgunblaðinu í dag talar hann um Þingvallanefnd sem dæmi um stórt vandamál sem Alþingi glímir við.

„Í maí í fyrra spurði ég formann Þing­valla­nefnd­ar, þegar mælt var fyr­ir breyt­ingu á lög­um um þjóðgarðinn á Þing­völl­um, hvort það væri ekki rétt­ara að þau stjórnsýslu­legu verk­efni sem Þing­valla­nefnd var gert að sinna ættu ekki heima hjá fram­kvæmda­vald­inu,“ segir Björn í pistlinum. „Sér­stak­lega vegna þess að ef einhver álita­mál kæmu upp og umhverf­is- og sam­göngu­nefnd (USN) þyrfti að sinna eft­ir­lits­hlut­verki sínu gagn­vart þeim mál­um.“

Björn segir að það myndi þýða að bæði formaður og varaformaður Þingvallanefndar þyrftu að fara úr sæt­um sín­um sem nefnd­ar­menn umhverfis- og samgöngunefndar og setj­ast í yfirheyrslusæt­in fyr­ir fram­an nefnd­ina. „Ekki nóg með það þá þyrftu Karl Gauti Hjalta­son, Hanna Katrín Friðriks­son og Lín­eik Anna Sæv­ars­dótt­ir einnig að gera slíkt hið sama,“ segir Björn en þeir sem sætu eftir í umhverfis- og samgöngunefnd til að spyrja nefnd­ar­menn Þing­valla­nefnd­ar spurninga væru Bergþór Ólason, Jón Gunn­ars­son, Guðjón S. Brjáns­son, Kol­beinn Ótt­ars­son Proppé og Björn sjálfur.

„Fimm nefnd­ar­menn USN (meiri­hlut­inn) yrðu gest­ir og fimm, ásamt áheyrn­ar­full­trúa, væru eft­ir í eft­ir­lits­hlut­verki. Vænt­an­lega kæmu vara­menn inn í USN, en það er vand­séð hvernig nokk­ur ætl­ar að spyrja gagn­rýn­inna og nauðsyn­legra spurn­inga. Nema ég auðvitað, það er eng­inn Pírati í Þing­valla­nefnd. Eng­in spurn­ing um tengsl sem þvæl­ast þar fyr­ir.“

„Við höld­um að það sé bara eðli­legt“

Björn segir þessa nefnd samt bara vera dæmi um stærra vandamál sem Alþingi glím­ir við í eft­ir­lits­hlut­verki sínu. „Því það er hefð að meiri­hluti þings­ins slái sam­an í að eigna sér fram­kvæmda­valdið, og sé því allt á einni hendi; fram­kvæmda­valdið, lög­gjaf­ar­valdið, fjár­veit­ing­ar­valdið og eft­ir­lits­hlut­verkið með framkvæmdavaldinu.“

Hann segir það hafa sýnt sig aft­ur og aft­ur að hlut­verk meiri­hlut­ans á þingi sé ekki að veita aðhald og eft­ir­lit með fram­kvæmda­vald­inu held­ur að þvæl­ast fyr­ir því eft­ir­liti. Sem dæmi um hvernig það er gert nefnir hann ýmsa hluti. „Gera lítið úr mis­tök­um eða af­glöp­um ráðherra, bera fyr­ir sig stjórn­ar­sam­starf um­fram lög­brot eða að halda vernd­ar­hendi yfir hags­muna­tengsl­um.“ Hann segir jafn skýrt dæmi um brot á skipt­ingu rík­is­valds­ins og sést í hinni litlu Þing­valla­nefnd vera til í miklu stærri út­gáfu í gervöllu þing­inu. „Við erum bara orðin svo vön því fyr­ir­komu­lagi að við höld­um að það sé bara eðli­legt.“

„Af hverju fær slíkt rugl að viðgang­ast á Alþingi?“

Björn veltir því fyrir sér hvað  yrði sagt ef Lands­rétt­ar­dóm­ari myndi allt í einu standa upp í miðju rétt­ar­haldi og bera vitni fyr­ir hönd ann­ars málsaðilans. „Eða ef lögmaður sama málsaðila myndi hringja í dóm­ara að loknu þing­haldi og hjálpa til við að skrifa dómsorðið?“

Hann segir slíkt vera fás­innu og rugl. „Af hverju fær slíkt rugl að viðgang­ast á Alþingi? Það er ekk­ert eðli­legt við að Alþingi starfi sem varn­ar­stofn­un fram­kvæmda­valds­ins sem sér ekk­ert illt, heyr­ir ekk­ert illt og seg­ir ekk­ert illt.“

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ímynd Samherja var svo stórsködduð að hún gat varla orðið verri – Samt er hún orðin það segir Kolbrún

Ímynd Samherja var svo stórsködduð að hún gat varla orðið verri – Samt er hún orðin það segir Kolbrún
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þorsteinn segir bið í næsta Samherja-þátt – „Ég ætla ekki að tjá mig um það á þessu stigi og ætla að láta storminn aðeins lægja eftir þetta“

Þorsteinn segir bið í næsta Samherja-þátt – „Ég ætla ekki að tjá mig um það á þessu stigi og ætla að láta storminn aðeins lægja eftir þetta“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

RÚV fordæmir Samherja – „Helgi Seljan er einn öflugasti rannsóknarblaðamaður landsins“

RÚV fordæmir Samherja – „Helgi Seljan er einn öflugasti rannsóknarblaðamaður landsins“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Helgi Seljan sakaður um lögbrot – Sjáðu þátt Samherja

Helgi Seljan sakaður um lögbrot – Sjáðu þátt Samherja