fbpx
Mánudagur 23.nóvember 2020
Eyjan

Eru dagar ríkisgluggapóstsins taldir? Bjarni leggur til rafrænt pósthólf

Heimir Hannesson
Fimmtudaginn 24. september 2020 18:40

mynd til vinstri/Hörður mynd til hægri/aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur sent til umsagnar drög að frumvarpi um svokallað stafrænt pósthólf. Drögin eru aðgengileg á samráðsgátt stjórnvalda.

Í drögunum kemur fram að málið er liður í aðgerðaráætlun ríkisstjórnar um að byggja upp stafræna þjónustugátt á island.is. Þar eiga landsmenn að geta nálgast þjónustu hins opinbera og sinnt erindum gagnvart sínum gagnvart stjórnvöldum á einum stað. Stefnir ríkisstjórnin að því að meginboðleið milli ríkis og þegna þess verði stafræn.

Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að veita stjórnvöldum heimild fyrir því að senda gögn til einstaklinga og lögaðila með stafrænum hætti. Þannig mun hver kennitala eiga sitt stafræna pósthólf. Þá verða réttaráhrif þess að senda gögn með þessum hætti lögð að jöfnu við það þegar bréf er í dag sent á lögheimili viðkomandi. Þegar gögnin eru aðgengileg í pósthólfi viðtakanda munu gögnin teljast hafa verið komið á framfæri við viðtakanda.

Segir í frumvarpinu að: „Með áformum að frumvarpi er verið að auka þjónustu við almenning og fyrirtæki þar sem stefnt er að því að hægt verði að nálgast öll skjöl frá stjórnvöldum á einum stað sem leiðir til einföldunar, aukins hagræðis og tímasparnaðar fyrir samfélagið í heild.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ásakanir um hreinsanir hjá Upplýsingatækniþjónustu Reykjavíkurborgar – „Nótt hinna löngu hnífa“

Ásakanir um hreinsanir hjá Upplýsingatækniþjónustu Reykjavíkurborgar – „Nótt hinna löngu hnífa“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ver umdeilda skoðun sína – „Sjálfur er ég mikill sérfræðingur í smitsjúkdómum“

Ver umdeilda skoðun sína – „Sjálfur er ég mikill sérfræðingur í smitsjúkdómum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir meirihlutann fórna almannahagsmunum fyrir stundargróða

Segir meirihlutann fórna almannahagsmunum fyrir stundargróða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kjartan er látinn – Merkur ferill

Kjartan er látinn – Merkur ferill
Eyjan
Fyrir 1 viku

Svandís fylgist með Landakotsmálinu en getur ekki tjáð sig á þessu stigi

Svandís fylgist með Landakotsmálinu en getur ekki tjáð sig á þessu stigi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðmundur felldi tár vegna frétta seinustu helgar – „Ekki sýna fólki vanvirðingu. Ekki vera siðlaus egóisti“

Guðmundur felldi tár vegna frétta seinustu helgar – „Ekki sýna fólki vanvirðingu. Ekki vera siðlaus egóisti“