fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Eyjan

Þessir vilja verða lögreglustjórar á Suðurnesjum og í Vestmannaeyjum

Heimir Hannesson
Þriðjudaginn 15. september 2020 19:25

Kolbrún Benediktsdóttir í dómsal við dómsuppsögu í máli ákæruvaldsins gegn Thomasi Möller. Hann hlaut 19 ára fangelsi fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur og fyrir smygl á 20 kílóum af hassi. Kolbrún sótti málið. mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sex sóttu um stöðu Lögreglustjórans í Vestmannaeyjum og fimm um embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum, að því er fram kemur á vef stjórnarráðsins.

Umsóknarfrestur um bæði embættin rann út í gær, 14. september.

Umsækjendur um embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum voru:

  • Daniel Johnson – Fjórði æðsti herlögreglumaður svissneska ríkisins G1(USC1) undir Herlögreglustjóra Sviss
  • Hulda Elsa Björgvinsdóttir – Sviðstjóri ákærusviðs LRH
  • Kolbrún Benediktsdóttir – Varahéraðssaksóknari
  • Súsanna Björg Fróðadóttir – Aðstoðarsaksóknari LSS
  • Úlfar Lúðvíksson – Lögreglustjórinn á Vesturlandi

Umsækjendur um embætti lögreglustjórans í Vestmannaeyjum voru:

  • Arndís Bára Ingimarsdóttir – Settur lögreglustjóri í Vestmannaeyjum
  • Daníel Johnson – Fjórði æðsti herlögreglumaður svissneska ríkisins G1(USC1) undir Herlögreglustjóra Sviss
  • Grímur Hergeirsson – Staðgengill lögreglustjóra á Suðurlandi
  • Helgi Jensson – Aðstoðarsaksóknari Lögreglustjórinn á Austurlandi
  • Kristmundur Stefán Einarsson – Aðstoðarsaksóknari LRH
  • Logi Kjartansson – Lögfræðingur

Mikinn styr hefur staðið um lögreglustjóraembættið á Suðurnesjunum, en Ólafur Helgi Kjartansson fyrrv. lögreglustjóri hóf störf í dómsmálaráðuneyti sem sérfræðingur í málefnum Schengen samstarfsins og landamæravörslu síðustu mánaðamót. Mun það koma mörgum á óvart að Alda Hrönn Jóhannsdóttir hafi ekki sótt um stöðuna, en heimildir DV hermdu að við því væri sterklega búist meðal innanbúðarmanna í lögreglunni á Suðurnesjum.

Þá vekur athygli að sjá Kolbrúnu Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknara og þykir hún að mati heimildarmanna DV líkleg til þess að hreppa starfið. Kolbrún hóf störf ung að árum hjá saksóknara og hefur verið þar í mörg ár og vakið athygli fyrir vasklega framgöngu. Ráðning Kolbrún er þó alls ekki fyrir fram gefin, en Úlfar Lúðvíksson mun einnig þykja hafa staðið sig vel í embætti lögreglustjóra fyrir Vestan og Hulda Elsa Björgvinsdóttir er nú staðgengill lögreglustjóra stærsta lögregluembættisins á landinu, í höfuðborginni.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus