Laugardagur 27.febrúar 2021
Eyjan

Þungar ásakanir á Vegagerðina eftir ógilta samkeppni um brú yfir Fossvog – „Endanleg staðfesting á því hversu rotið þetta er“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 5. ágúst 2020 18:02

Samsett mynd DV.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Að okkar mati er þetta vísvitandi, klárlega er þarna verið að hygla Eflu mönnum því þeir eru þarna undir og yfir og allt í kringum verkefnið og hjá Vegagerðinni,“ segir Baldur Ó. Svavarsson, einn eigandi arkitektastofunnar Úti & Inni, sem kærði hönnunarsamkeppni um lagningu Fossvogsbrúar. Brúnni er ætlað að tengja saman Kópavog og Reykjavík og er veigamikill þáttur í Borgarlínuverkefninu.

Eins og DV greindi frá þann 17. júlí síðastliðinn hefur úrskurðarnefnd kærunefndar útboðsmála fellt samkeppnina úr gildi, skyldað Vegagerðina til að greiða kærendunum tveimur 900 þúsund krónur í málskostnað hvorum og gert Vegagerðina skaðabótaskylda gagnvart kærendunum.

Í nóvember í fyrra var auglýst eftir aðilum til að taka þátt í samkeppni um hönnun brúar yfir Fossvog. Sex þátttakendur voru síðan valdir til þátttöku og fékk hvert hönnunarteymi þrjár milljónir króna fyrir utan virðisaukaskatt fyrir þátttöku í samkeppninni. Gert var ráð fyrir því að samið yrði við vinningshafann að samkeppninni lokinni um hönnun brúarinnar. Sautján aðilar sóttu um þátttöku í keppninni en um var að ræða opið forval á EES-svæðinu.

Úti & Inni (ásamt samstarfsaðilum í teymi) og Ferill verkfræðistofa kærðu keppnina á þeim forsendum að umsagnir um framlag umsækjenda hefðu verið of matskenndar og ósamræmi hafi verið milli umsagna og forsendna í lýsingu á samkeppninni. Óhætt er að fullyrða Vegagerðin hafi gjörtapað málinu fyrir úrskurðarnefnd útboðsmála og er fallist á þessi atriði auk þess sem kærendum er dæmdur málskostnaður og Vegagerðin gerð skaðabótaskyld, eins og áður er nefnt.

Meðal þeirra sex aðila sem valdir voru til þátttöku í keppninni var verkfræðistofan Efla. Kærendur telja að henni hafi verið hyglað og hún hafi fengið óeðlilegt forskot í samkeppninni því hún hafi tekið ríkan þátt í undirbúningsferli forvalsins með aðkomu að gerð deiliskipulags fyrir brúna sem samþykkt hafi verið 2019 og með aðkomu að starfshópi um gerð brúarinnar sem skilað hafi skýrslu í febrúar 2013. Jafnframt hafi einn dómnefndarmanna verið starfsmaður Eflu og tiltekinn starfsmaður Vegagerðarinnar, sem hafi staðfest ákvörðun dómnefndar um val þátttakenda, verið eigandi, stjórnarmaður og starfsmaður Eflu þar til fyrir skömmu.

„Það þarf ekki annað en að lesa dóminn til að sjá að það er verið að hygla mönnum. Síðan höfum við líka séð grunngögnin sem eru ekki opinber en við heimtuðum að sjá þau, og þar sést alveg greinilega hvernig menn hafa farið offari í vanmati á innsendum aðilum, þarna eru fleiri aðilar sem maður er mjög hissa á að sjá ekki inni. Ekki bara við. Mjög einkennilega að þessu staðið,“ segir Baldur og er mjög afdráttarlaus í ásökunum þess efnis að Vegagerðin hafi verið að draga taum eins aðila, verkfræðistofunnar Eflu.

„Þetta er bara rúst, það stendur ekki steinn yfir steini og þetta er opinbert verkefni og það ekkert smá verkefni,“ segir Baldur enn fremur.

Segir að hið opinbera hygli iðulega „bestu vinum aðal“

Baldur heldur því blákalt fram að hið opinbera stundi þá iðju að koma verkefnum til vel tengdra aðila í útboðum. Þetta eru þungar ásakanir en Baldur segir fjölmörg dæmi um þetta:

„Við kærðum til dæmis Hafnarfjarðarbæ fyrir útboð á hönnun á hjúkrunarheimilinu Sólvangi í Hafnarfirði og hvernig þeir ætluðu að fara með það. Við unnum þá kæru og fengum það verkefni. Þetta var verðútboð í arkitektahönnun og við vorum næstlægstir. Ónefndur byggingarfræðingur bauð í verkefnið, besti vinur aðal, sem var langlægstur, og hann var valinn. Við kærðum hæfið því hann var ekki hæfur og var samþykkt að hann væri alls ekki hæfur, annars hefði hann fengið verkefnið. Mér finnst þetta vera að gerast iðulega en við kærum ekki alltaf því maður hefur ekki tíma til þess og það er líka mjög kostnaðarsamt að standa í þessu.“

Baldur segir að kostnaður Úti & Inni vegna málsins hlaupi á milljónum en endanleg tala liggur ekki fyrir. Því er ekki á hreinu hve há skaðabótakrafa fyrirtækisins verður. „Við erum að reikna þetta en talan er ekki komin. Það var líka mikil vinna sem féll til eftir að við kærðum, að yfirfara öll innsend gögn og vega þetta og meta. Það var sjokk að sjá innsendu gögnin, þau voru endanleg staðfesting á því hversu rotið þetta er.“

Baldur telur einnig sérkennilegt að ekki hafi verið farið með verkefnið í hefðbundna leið „sem opin almenn arkitektasamkeppni, svo sem vera ber um öll opinber verkefni.“

Hann telur jafnframt að heildartjónið af hinni ógiltu samkeppni sé mjög mikið. „Þetta eru stofnanir sem ættu að vera margreyndar á þessu sviði, auk þess sem við höfum lög og reglugerðir til að vinna eftir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Hart tekist á um breyttar sóttvarnaaðgerðir í Danmörku – Segir stjórnarandstöðuna ekki taka faraldurinn alvarlega

Hart tekist á um breyttar sóttvarnaaðgerðir í Danmörku – Segir stjórnarandstöðuna ekki taka faraldurinn alvarlega
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Áslaug hringdi í lögreglustjóra eftir að dagbók lögreglu kom upp um Bjarna

Áslaug hringdi í lögreglustjóra eftir að dagbók lögreglu kom upp um Bjarna
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Barist um oddvitasætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi

Barist um oddvitasætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Heiðrún og Daði tókust á – „Auðvitað dettur engum heilvita manni í hug að bjóða upp á það“

Heiðrún og Daði tókust á – „Auðvitað dettur engum heilvita manni í hug að bjóða upp á það“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Katrín bjartsýn – Segir stöðuna góða

Katrín bjartsýn – Segir stöðuna góða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Bjarna hafa lofað nægu fjármagni fyrir rannsókn Samherjaskjalanna -,,Hefur greinilega ekki staðið við þau orð“

Segir Bjarna hafa lofað nægu fjármagni fyrir rannsókn Samherjaskjalanna -,,Hefur greinilega ekki staðið við þau orð“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jarðhræringar á Hengilssvæðinu gætu ógnað raforkuöryggi á höfuðborgarsvæðinu – Þjóðaröryggismál

Jarðhræringar á Hengilssvæðinu gætu ógnað raforkuöryggi á höfuðborgarsvæðinu – Þjóðaröryggismál
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir skort á íbúðarhúsnæði – Fólk fjárfestir í steypu

Segir skort á íbúðarhúsnæði – Fólk fjárfestir í steypu