fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Eyjan

Telur fjölgun borgarfulltrúa misráðna

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 29. júní 2020 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Jón Bragason gerir störf borgarstjórnar að umtalsefni í nýjasta pistli sínum Á þingpöllunum í DV. Hann ræðir þar um fjölgun borgarfulltrúa:

„Samfylking, Viðreisn, Píratar og Vinstri græn mynda nú meirihluta en það hefði ekki reynst mögulegt ef borgarfulltrúum hefði ekki verið fjölgað úr 15 í 23 því þá hefðu Vinstri græn ekki náð inn manni. Óbreytt tala borgarfulltrúa hefði einnig haft í för með sér að Flokkur fólksins hefði ekki fengið neinn kjörinn en Sjálfstæðisflokkur hlotið sex menn, Samfylking fimm og Viðreisn, Píratar, Sósíalistaflokkur og Miðflokkur sinn fulltrúann hvern.“

Sinnir ekki hlutverki sínu

Björn segir ófremdarástand ríkja í borgarstjórninni:

„Við öllum blasir að átök hafa magnast í borgarstjórninni síðustu misserin. Fundir hafa lengst úr hömlu og ítrekað sýður upp úr. Það er eins og fulltrúarnir kjósi margir að koma sér fyrir í skotgröfum líkt og tíðkast á Alþingi án þess að gera sér grein fyrir því að eðli borgarstjórnar er allt annað. Borgarstjórn Reykjavíkur hefur mikilvægu eftirlitshlutverki að gegna að lögum en ekki verður séð af fundargerðum að því sé sinnt. Fjölgun borgarfulltrúa hefur einnig haft verulegan kostnað í för með sér.“

Meira um málið í nýjasta tölublaði DV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Fyrrverandi forstjóri Reita: Hús eru byggð of þétt og of mikill hraði í byggingarframkvæmdum

Fyrrverandi forstjóri Reita: Hús eru byggð of þétt og of mikill hraði í byggingarframkvæmdum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Skipta út bankaráði Landsbankans í heild sinni eftir TM-hneykslið

Skipta út bankaráði Landsbankans í heild sinni eftir TM-hneykslið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ásakanir um lýðskrum og óráðsíu gengu á víxl á fundi borgarstjórnar og spurt hvort enginn viti hversu margir milljarðar eru farnir

Ásakanir um lýðskrum og óráðsíu gengu á víxl á fundi borgarstjórnar og spurt hvort enginn viti hversu margir milljarðar eru farnir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Bjarkey ráðherra í fyrsta skipti

Bjarkey ráðherra í fyrsta skipti