fbpx
Fimmtudagur 17.júní 2021
Eyjan

Alfreð Þorsteinsson látinn

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 28. maí 2020 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alfreð Þorsteinsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Framsóknarflokksins og stjórnarformaður Orkuveitunnar, lést í nótt, 76 ára að aldri. Greint er frá þessu á heimasíðu íþróttafélagsins Fram, hvar Alfreð var heiðursfélagi eftir að hafa gegnt mýmörgum trúnaðarstörfum fyrir félagið.

Alfreð varð varaborgarfulltrúi Framsóknarflokksins árið 1970, en tók við sem aðalmaður árið eftir þangað til ársins 1978. Var hann varafulltrúi frá 1986-1994 en sat síðan fyrir Reykjavíkurlistann þangað til 2006.

Hann var einnig blaðamaður á Tímanum frá 1962-1977 og skrifaði meðal annars mikið um íþróttir. Þá varð hann forstjóri Sölu varnaliðseigna til 2003 þegar hún var lögð niður.

Alfreð lætur eftir sig eiginkonuna Guðnýju Kristjánsdóttur, dæturnar Lindu Rós og Lilju Dögg, (menntamálaráðherra) og þrjú barnabörn.

Vottar Eyjan aðstandendum Alfreðs innilega samúð sína.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

AstraZeneca skortur á Íslandi – Heilbrigðisráðuneytið kannaði „óformlega“ að fá danska aukaskammta

AstraZeneca skortur á Íslandi – Heilbrigðisráðuneytið kannaði „óformlega“ að fá danska aukaskammta
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Hæstaréttarlögmaður kallar Samylkinguna öfgafullan smáflokk – „Eitt af mörgu vondu sem ein­kenn­ir þessi nýju guðlausu trú­ar­brögð“

Hæstaréttarlögmaður kallar Samylkinguna öfgafullan smáflokk – „Eitt af mörgu vondu sem ein­kenn­ir þessi nýju guðlausu trú­ar­brögð“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Spáir olíuskorti

Spáir olíuskorti
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ágúst Ólafur: „Hugsið ykkur sorg þessa barns“

Ágúst Ólafur: „Hugsið ykkur sorg þessa barns“