fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Kæra 3,6 milljarða verkefni sem Reykjavíkurborg setti ekki í útboð

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 15. maí 2020 08:00

Ráðhús Reykjavíkur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samtök iðnaðarins (SI) hafa kært samninga Reykjavíkurborgar við Orku náttúrunnar (ON), sem er í eigu borgarinnar, um rekstur, viðhald og LED-væðingu götulýsingar í Reykjavík til kærunefndar útboðsmála. Verkefnið er upp á um 3,6 milljarða króna og krefjast SI þess að samningurinn verði lýstur óvirkur.

Fréttablaðið skýrir frá þessu. Fram kemur að undirbúningur að LED-væðingu borgarinnar hafi hafist 2017 og sé heildarkostnaðurinn áætlaður um 3,6 milljarðar.

Í kæru SI kemur fram að samtökin telji viðskiptin útboðsskyld og krefjast þau að samningurinn verði lýstur óvirkur og borginni gert skylt að bjóða innkaupin út.

Í verkefninu felst að skipta á út lömpum í ljósastaurum í borginni, sem eru um 30 þúsund, og setja LED-lýsingu í staðinn. Þetta á að skila betri ljósastýringu og minna viðhaldi. Hver lampi á að borg sig upp á sex til sjö árum. Það er ON sem selur borginni rafmagn í staurana.

„Orka náttúrunnar hefur það hlutverk að framleiða og selja rafmagn, það er óásættanlegt að fyrirtæki í eigu sveitarfélaga fái verkefni af þessu tagi og það án útboðs.“

Hefur Fréttablaðið eftir Jóhönnu Klöru Stefánsdóttur, sviðsstjóra mannvirkjasviðs SI, sem sagði málið þríþætt. Í fyrsta lagi telji SI óeðlilegt að borgin bjóði ekki út daglegt viðhald en slíkt tíðkist annarsstaðar, bæði innanlands og utan. Í öðru lagi vilji samtökin að LED-væðingin verði boðin út því það sé verkefni sem atvinnulífið getur vel sinnt. Í þriðja lagi sé óskiljanlegt hvernig hægt sé að færa rök fyrir að verkefnin endi hjá ON án útboðs.

Hluti kærunnar snýr að hvort ON falli undir undanþágu um útboðsreglur sem heimilar hinu opinbera að sinna verkefnum innanhúss. Borgarlögmaður hefur skilað áliti um að þetta eigi við um ON.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Katrín vildi Geir Haarde í fangelsi – hefur ekki beðist afsökunar

Orðið á götunni: Katrín vildi Geir Haarde í fangelsi – hefur ekki beðist afsökunar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt