fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Eyjan

Gífurlega háir ríkisstyrkir til stjórnmálaflokkanna – Fimm milljarðar á ellefu árum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 3. maí 2020 09:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Styrkir ríkisins til stjórnmálaflokkanna hafa lengi verið háir en stökkbreyting varð á milli áranna 2017 til 2018 þegar samþykkt var að stórhækka framlögin. Í dag eru ríkisstyrkir til stjórnmálaflokka meira en tvöfalt hærri en árið 2017. Þessa hækkun samþykktu allir flokkar nema Píratar og Flokkur fólksins. Kostnaður við pólitíska aðstoðarmenn nam 405 milljónum króna á síðasta ári. Ríkisstyrkir til stjórnmálaflokka eru rúmlega 732 milljónir á þessu ári og samanlagt tæpir fimm milljarðar frá árinu 2010.

Þetta kemur fram í pistli eftir Björn Jón Bragason í helgarblaði DV. Tölulega úttekt sína vinnur hann upp úr gögnum frá Stjórnarráði Íslands.

Björn segir að á sama tíma og framlög til flokkanna hafa hækkað svona mikið hafi grasrótarstarf í þeim nánast horfið:

„Ríkisstyrkir til stjórnmálaflokka eru tiltölulega nýlegt fyrirbrigði í lýðræðisríkjum en hafa vaxið hratt. Ein meginröksemdin fyrir þeim er sú að þannig megi draga úr hættu á að einkaaðilar hafi mótandi áhrif á stefnu flokka í krafti fjármuna. Á móti kemur að hætt er við að flokkarnir slitni úr lífrænum tengslum við samfélagið þegar þeir eru ekki lengur háðir framlagi flokksmanna sjálfra og athugum að framlag þeirra er ekki eingöngu í formi peninga. Hvers kyns vinnuframlag og þátttaka sjálfboðaliða í fundastarfi er ekki síður mikilvæg lýðræðinu.

Félagsstarf í flokkunum hefur hrunið undanfarin ár og varla rétt að tala um grasrótarstarf þegar ríkissjóður borgar kostnaðinn. Hvað sem því líður láta stjórnmálamenn sér þetta vel líka enda eftirsóknarverðara að sitja í þægindum eins og embættismennirnir heldur en eiga allt undir kröfuhörðu flokksfólki.

Þá má líka spyrja sig hvort það sé siðferðilega rétt að láta skattgreiðendur fjármagna hugmyndabaráttu sem er þeim ekki þóknanleg. Stjórnmálastarf er ekki „almannaþjónusta“ í neinum skilningi. En kannski eru viðfangsefni hins opinbera einfaldlega orðin of margbrotin og skilin óglögg milli þess sem það á að sinna annars vegar og borgararnir hins vegar.“

 

Pistill Björns Jóns Bragasonar er í helgarblaði DV

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma