fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Eyjan

Segir Sjálfstæðisflokkinn „hýsil“ fyrir RÚV og hræsnina algera – „Á vakt flokksins hefur stofnunin blásið út“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 8. apríl 2020 15:00

Reynir Traustason.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs, fjallar um Ríkisútvarpið í leiðara í dag. Segir hann fjölmiðla við dauðans dyr, vegna tilvistar RÚV, sem þó sé rekið með miklu tapi, þrátt fyrir að vera á jötu ríkisins:

„En þar er ástæðan fyrst og fremst óráðsía í rekstri sem þrífst vegna þess að ekki er kallað eftir ábyrgð. Báknið hefur nánast endalaust getað sótt peninga í sjóði almennings.“

Falskt flagg hjá XD

Reynir segir ábyrgð Sjálfstæðisflokksins mikla varðandi stöðu RÚV, þó svo hið almenna viðhorf innan flokksins, að minnsta kosti út á við, sé að taka RÚV helst af fjárlögum:

„Sjálfstæðisflokkurinn hefur haldið á lofti því falska flaggi að hann standi með frelsi einstaklingsins og hamli gegn ríkisrekstri. Flokkurinn hefur samt sem áður verið hýsill fyrir Ríkisútvarpið. Flokkurinn hefur verið ráðandi í fyrirbærinu um árabil og gætt þess vandlega að koma sínu fólki að jötunni. Á vakt flokksins hefur stofnunin blásið út í stað þess að vera sett inn í þann ramma sem eðlilegur getur talist. Hræsnin hefur verið nær algjör.“

Aðrir grípa í taumana

Reynir setur fram algengt viðhorf fjölmiðlamanna, um að taka beri RÚV af auglýsingamarkaði, en segir að Sjálfstæðisflokkurinn standi í vegi fyrir framgöngu einkaframtaksins í fjölmiðlaheiminum:

„Ef Óli Björn og félagar hans í Sjálfstæðisflokknum ætla að standa í vegi fyrir því að einkaframtakið lifi í fjölmiðlaheiminum verða aðrir að grípa í taumana. Neyðin blasir við. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra verður að hjálpa menntamálaráðherra sínum við að koma málinu í gegn, með tilstilli stjórnarandstöðunnar ef með þarf. Það þarf víðtæka samstöðu til að tryggja að fjölmiðlun á Íslandi fái þrifist og eigi sér lífsvon. Veiran má ekki verða afsökun fyrir því að gera ekki neitt. Í næstu kosningum kann að verða tímabært að refsa þeim sem veifað hafa röngu flaggi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sigurður Amlín nýr rekstrarstjóri hjá Stöð 2

Sigurður Amlín nýr rekstrarstjóri hjá Stöð 2