fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Eyjan

Hamfaraspá Bjarna – „Stefnir í að verða ein mesta krísa í hundrað ár“

Jón Þór Stefánsson
Þriðjudaginn 7. apríl 2020 19:25

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Mynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir að líklega stefni í eina verstu efnahagskrísu síðustu hundrað ára hér á landi, vegna COVID-19. Þetta segir hann við RÚV. Hann sagði að róðurinn væri að þyngjast og að hann spyrði sig hvort núverandi aðgerðir væru að skila tilsettum árangri.

„Við erum að reyna að átta okkur á því hvort við erum að ná markmiðum okkar með þeim aðgerðum sem þegar er búið að grípa til. Þær aðgerðir gæti þurft að stilla eitthvað til. Við erum líka að spyrja okkur hvar eitthvað hefur fallið á milli skips og bryggju, hvar við höfum ekki náð til þeirra sem eru að lenda í vanda. Það er bara staðreynd að róðurinn er að þyngjast hraðar og hjá fleirum en við sáum fyrir í upphafi marsmánaðar, svo dæmi sé tekið,“

Bjarni sagði einnig að höggið fyrir ríkissjóð yrði mikið, að minnsta kosti tvö hundruð milljarðar, og jafnvel meira.

„Ef menn eru að leita að einhverri tölu til þess að átta sig á því hvert verður höggið fyrir ríkissjóð hérna, þá getum við alveg gleymt því að vera að tala um hundrað milljarða eins og ég nefndi að við værum komin yfir. Við erum farin að tala um að minnsta kosti tvöfalda þá fjárhæð, eða meira, það ræðst bara af því hversu langvinn þessi krísa verður,“

Bjarni talar um að krísan verði ein sú versta í hundrað ár, þegar litið er á efnahagsmálin. Hann segir þó að gott svigrúm hafi myndast til að takast á við krísuna.

„Þetta stefnir í að verða ein mesta krísa í hundrað ár á Íslandi, í efnahagslegu tilliti. Og þá er gott að vita til þess að við höfum nýtt góðu tímana til þess að hafa svigrúm til að takast á við slíka tíma, án þess að hér fari allt á hliðina,“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt