fbpx
Fimmtudagur 28.maí 2020
Eyjan

Hrun blasir við kvikmyndaiðnaðinum á Íslandi – „Ein af fyrstu atvinnugreinum sem leggjast af í kreppu – Í einu orði sagt hræðilegt“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 31. mars 2020 11:41

Thor Sævarsson undirbýr tökur á kvikmyndinni The Hidden. Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Félag kvikmyndagerðarmanna(FK) stóð fyrir könnun á meðal félagsmanna sinna í mars til að meta þau alvarlegu áhrif sem kórónuveiran hefur haft á starfsemi og afkomu kvikmyndagerðarmanna. Greint er frá niðurstöðum hennar á vef Kvikmyndamiðstöðvar Íslands.

Könnunin var framkvæmd í formi spurningakönnunar á vefnum dagana 25. – 27. mars og svarendur voru alls 130. Um er að ræða fólk sem starfar á ýmsum sviðum innan kvikmyndagerðar. Þar af eru flestir starfandi í tækjadeild, framleiðsludeild, leikstjóradeild og eftirvinnsludeild. Mikill meirihluti svarenda er sjálfstætt starfandi, lausráðið fólk (freelance) og eigendur smærri fyrirtækja eða einyrkjar.

Helstu niðurstöður könnunarinnar eru:

 • Nánast allir þátttakendur í könnuninni hafa á undanförnum 8 vikum lent í því að verkefnum er frestað eða verkefnum er frestað eða hætt við þau. Um er að ræða innlend og erlend verkefni af ýmsum toga, s.s. leiknar myndir, heimildamyndir, seríur, auglýsingar, sjónvarpsefni af ýmsum toga o.s.frv.
 • 60% svarenda telja sig ekki geta haldið starfi sínu gangandi lengur en í mánuð vegna tekjumissis í Covid19 faraldrinum.
 • 47% telja að samningar (tekjur) muni lækka í kjölfar faraldursins, tæplega 37% til viðbótar eru óvissir um það.
 • 53% telja sig munu finna fyrir tekjutapi nú þegar eða innan viku, 34% á innan við mánuði.
 • 65% telja sig þurfa aðstoð strax eða innan mánaðar.

Kvikmyndaiðnaðurinn á Íslandi velti nærri 15 milljörðum árið 2018.

Algjört óvissuástand framundan

Þátttakendur voru beðnir um að svara því hvaða áhrif faraldurinn hefði á þeirra störf. Hér eru nokkur svör birt:

 • Ástandið stöðvar alla framleiðslu og þar af leiðandi möguleika til tekjuöflunar

 

 • Það þyrfti að vera sjóður sem væri aðgengilegur bæði fyrir verktaka og
  framleiðslufyrirtæki fyrir aðstæður sem krefjast frestunar með stuttum fyrirvara

 

 • Kvikmyndagerð er yfirleitt ein af fyrstu atvinnugreinum sem leggjast af í kreppu.

 

 • Þar sem ég var að klára mynd á síðasta ári, er missirinn aðallega möguleikar á að sýna
  myndina, hérlendis (úti á landi) og erlendis, en þegar hafa 10 hátíðir ekki orðið af.

 

 • Sé ekki fram á að fá tekjur næstu mánuði.

 

 • Lamar mína starfsemi um óákveðin tíma.

 

 • Þetta er bara í einu orði sagt hræðilegt, og er maður virkilega að þurfa að breyta um
  starfsvettvang eftir 22 ára starf í greininni ! Ég á erfitt með að kyngja því.

 

 • Sem kvikmyndagerðarmaður geta fæstir lifað á launum úr faginu, en þurfa að stunda
  freelance vinnu á öðrum sviðum eins og ferðaþjónustu/rútuakstur og leiðsögn. Og ekki er
  útlitið gott á þeim markaði.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

Landsbankinn lokar í Bolungarvík – Bæjarstjórinn með áhyggjur af gamla fólkinu

Landsbankinn lokar í Bolungarvík – Bæjarstjórinn með áhyggjur af gamla fólkinu
Eyjan
Í gær

„Hvers vegna þurfa erfingjarnir að greiða ríkinu fyrir gjöf frá foreldrum sínum?“

„Hvers vegna þurfa erfingjarnir að greiða ríkinu fyrir gjöf frá foreldrum sínum?“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Baráttan um Bessastaði – Óvænt úrslit í netkönnun DV

Baráttan um Bessastaði – Óvænt úrslit í netkönnun DV
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Telur hugmynd stjórnvalda vonda -„Má spyrja sig hvort það sé til lengdar skyn­sam­legt“

Telur hugmynd stjórnvalda vonda -„Má spyrja sig hvort það sé til lengdar skyn­sam­legt“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Á þingpöllum: Gífuryrði gagnast engum

Á þingpöllum: Gífuryrði gagnast engum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Guðmundur ósáttur: „Hvaða erindi á þessi spurning í þáttinn?“

Guðmundur ósáttur: „Hvaða erindi á þessi spurning í þáttinn?“