fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Eyjan

„Sú var tíð að ís­lensk stjórn­völd sendu gyðinga í op­inn dauða. Þau virðast varla hafa mannast mikið“

Ritstjórn Eyjunnar
Laugardaginn 14. mars 2020 11:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Njörður P. Njarðvík, pró­fess­or og rit­höf­und­ur, sakar bæði Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra og útlendingastofnun um lygar í pistli sínum í Morgunblaðinu í dag.

„Dóms­málaráðherra hef­ur látið hafa eft­ir sér að mannúð sé höfð að leiðarljósi í mál­efn­um hæl­is­leit­enda. Það eru ósann­indi. Starf­andi stjórn­andi Útlend­inga­stofn­un­ar seg­ir að þar sé ein­ung­is farið eft­ir lög­um og regl­um. Það eru ósann­indi,“ segir Njörður.

Njörður bendir á að fólk sem flýr fótgangandi í ofboði frá löndum eins og Afganistan, Írak eða Sýrlandi getur ekki tekið undir sig stökk og lent á Íslandi sem fyrsta landi. „Það fer flest um Tyrk­land til Grikk­lands þar sem sum­ir fá svo­kallaða „rétt­ar­stöðu flótta­manns“ eða „alþjóðlega vernd“ (sem reyn­ist svo ekki alþjóðleg). Sam­kvæmt Dyfl­inn­ar­reglu­gerð er heim­ilt að end­ur­senda slíkt fólk, en hvergi seg­ir að það skuli gert,“ segir hann.

„Það er því val Útlend­inga­stofn­un­ar og ber vott um mis­kunn­ar­leysi, svo að ekki sé talað um mann­vonsku. Þegar börn eiga í hlut sem hingað eru kom­in í leit að friðlandi er það ský­laust brot á barna­sátt­mála Sam­einuðu þjóðanna að senda þau burt í skelfi­lega ör­birgð í Grikklandi, enda seg­ir þar að hag­ur barns skuli jafn­an hafður að leiðarljósi. Slík brott­vís­un barna er einnig á ábyrgð ís­lenskra stjórn­valda. Þetta er ljótt til frá­sagn­ar.“

Þá segir Njörður börnin vera framtíðarvon okkar allra. „Sá sem rek­ur sak­laust barn frá sér á ver­gang er ekki góður maður. Eng­inn er ey­land. Við erum órjúf­an­leg­ur hluti mann­kyns­ins og ber­um okk­ar ábyrgð á lífi þeirra sem til okk­ar leita í ráðal­eysi sínu. Við erum næsta mörg, held ég, sem skömm­umst okk­ar fyr­ir ómannúðlega starfs­hætti Útlend­inga­stofn­un­ar og þar með stjórn­valda. Sú var tíð að ís­lensk stjórn­völd sendu gyðinga í op­inn dauða. Þau virðast varla hafa mannast mikið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega