fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Þessir þingmenn vilja stöðva brottvísanir og endursendingar flóttafólks til Grikklands

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 12. mars 2020 14:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þingmenn Viðreisnar, Samfylkingar, Pírata, einn þingmaður VG og þingmaður utan flokka lögðu í dag lagt fram tillögu til þingsályktunar á Alþingi um stöðvun brottvísana og endursendingar flóttafólks til Grikklands:

„Við leggjum þessa tillögu fram til að tryggja að stjórnvöld sendi ekki umsækjendur um alþjóðlega vernd á svæði þar sem aðstæður eru óviðunandi og hætt er við að fólk verði fyrir ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð,“

segir í tilkynningu.

Flutningsmenn tillögunnar eru Jón Steindór Valdimarsson, Helga Vala Helgadóttir, Helgi Hrafn Gunnarsson, Andrés Ingi Jónsson, Rósa Björk Brynjólfsdóttir, Hanna Katrín Friðriksson, Þorgerður K. Gunnarsdóttir, Þorsteinn Víglundsson, Logi Einarsson, Guðjón S. Brjánsson, Oddný G. Harðardóttir, Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, Guðmundur Andri Thorsson, Ágúst Ólafur Ágústsson, Halldóra Mogensen, Björn Leví Gunnarsson, Jón Þór Ólafsson, Smári McCarthy og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir.

Telja flutningsmenn augljóst að aðstæður í Grikklandi gefi fullt tilefni til þess að stöðva allar brottvísanir og endursendingar flóttafólks þangað:

„Unicef, Barnaheill og Rauði Kross Íslands hafa gagnrýnt yfirvöld harðlega fyrir að ætla að senda fjölskyldur til Grikklands þegar ljóst er að aðstæður þar í landi er óboðlegar fyrir fólk hvort sem það er að leita eftir hæli eða hafa hlotið alþjóðlega vernd þar í landi. Þetta sjónarmið er stutt af alþjóðlegum skýrslum og frásögnum þeirra sem hafa starfað fyrir alþjóðleg hjálparsamtök í Grikklandi, líkt og fram kom m.a. í umfjöllun fréttaskýringaþáttarins Kveiks 4. febrúar síðastliðinn. Við eigum að virða mannréttindi allra og því ber okkur skylda til að tryggja að þeir sem leita hér að hæli verði ekki sendir þangað sem hættuástand ríkir. Að mati flutningsmanna er annað hreinlega brot á okkar útlendingalögum þar sem grundvallarreglan er sú að ekki eigi að vísa fólki brott eða endursenda þangað sem líf þess eða frelsi kann að vera í hættu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Pétur Einarsson látinn
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki