fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Vinningshlutfall spilakassa sagt ólöglegt -„Kæra Áslaug, hvenær fórst þú síðast í spilakassa til að styrkja gott málefni?“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 5. mars 2020 12:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt lögum á vinningshlutfall spilakassa hér á landi að vera 89%. Hlutfallið er hinsvegar aðeins 70%. Þetta kemur fram í opnu bréfi Ölmu Hafsteins, Kristjáns Jónassonar og Arnar Sverrissonar, til dómsmálaráðherra í Morgunblaðinu í dag. Eru þau öll í samtökum áhugafólks um spilafíkn.

Háskóli Íslands rekur spilakassa undir nöfnum Gullnámunnar og Gullregns, með leyfi dómsmálaráðherra. Þá rekur Íslandsspil einnig spilakassa, sem er sameignarfélag í eigu Rauða Krossins, Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, og SÁÁ.

„Árið 2018 settu Íslendingar 12,3 milljarða í spilakassa – fyrir utan vinninga sem ekki voru greiddir út heldur lagðir aftur undir. Tæpa 8 milljarða í sérstakar happdrættisvélar Happdrættis Háskóla Íslands og tæpa 4,3 milljarða í söfnunarkassa hjá Íslandsspilum. Greiddir voru út 5,6 milljarðar af vinningum úr sérstöku happdrættisvélunum en 2,9 milljarðar úr söfnunarkössunum. Það þýðir að vinningahlutfall hjá báðum fyrirtækjunum var um 70%,“

segir í greininni.

Næstum helmingur til erlendra fyrirtækja

Þar kemur fram að árið 2018 hafi leyfishafar greitt 675 milljónir króna fyrir kaup, eða leigu af spilakössunum til erlendra fyrirtækja og þá eru óátalinn umboðslaunin, alls 845 milljónir króna:

„Hreinar tekjur til Háskóla Íslands af rekstri spilakassa voru 1,1 milljarður og hreinar tekjur Íslandsspila til eigenda sinna voru 800 milljónir sem skiptast miðað við eignarhlut. Rauði krossinn á Íslandi fékk 510 milljónir, Slysavarnafélagið Landsbjörg 210 milljónir og Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann tæpar 80 milljónir. Hreinar tekjur eigenda af spilakössunum voru því 1.900 milljónir. En það sem vekur athygli er að heildarkostnaðurinn við öflun þessara tekna var um 1.520 milljónir og þar af fara 675 milljónir til fyrirtækja erlendis.“

Raunverulegt fólk

„Á bak við þessar tölur er raunverulegt fólk,“ segir í greininni:

„Fólk eins og við og þú, fólk sem á fjölskyldur, börn, vini og vinnufélaga sem verða fyrir skaða þegar ástvinur missir stjórn á „frjálsum framlögum“ sínum til góðgerðarmála.“

Krefja Áslaugu svara

Greinarhöfundar leggja að lokum sjö spurningar fyrir dómsmálaráðherra, sem forvitnilegt væri að fá svör við:

  1. Söfnunarkassar og sérstakar happdrættisvélar eru í raun ekkert annað en spilakassar eða „slot machines“. Er dómsmálaráðherra meðvituð um að sömu spilakassar eru notaðir í spilavítum erlendis?
  2. Er dómsmálaráðherra ljóst að vinningshlutfall er 70% en ekki 89% eins og lög gera ráð fyrir?
  3. Gerir dómsmálaráðherra sér grein fyrir að bróðurparturinn af veltu spilakassa er að koma frá spilafíklum sem ekki eru að leggja fram frjáls framlög?
  4. Finnst dómsmálaráðherra eðlilegt að svo stór hluti tekna Happdrættis Háskóla Íslands og Íslandsspila sé í raun að renna til fyrirtækja sem leyfin ná ekki til, söluturna, veitingastaða, vínveitingahúsa og erlendra spilakassaframleiðenda?
  5. Er mögulegt að fjáröflun með rekstri spilakassa sé tímaskekkja miðað við þær upplýsingar sem liggja fyrir um skaðsemi þeirra og skaðleg áhrif á einstaklinga og samfélagið í heild?
  6. Hversu lengi ætlar dómsmálaráðherra að láta þetta viðgangast?

Eitt að lokum. Eins og allir vita eru spilakassar í dag markaðssettir sem skemmtilegir leikir og fjáröflunarleið þar sem fólki gefst tækifæri til að styrkja góð málefni. Kæra Áslaug, hvenær fórst þú síðast í spilakassa til að styrkja gott málefni? F.h. Samtaka áhugafólks um spilafíkn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus