fbpx
Fimmtudagur 28.maí 2020
Eyjan

Ákvörðun Þórdísar gerir allt vitlaust – „Er hún galin?“ – „Brá verulega við að frétta af þessu“ – „Hvaðan fær Þórdís Kolbrún ráðleggingar?“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 25. febrúar 2020 17:00

Mynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, nýsköpunarráðherra, hyggst leggja niður Nýsköpunarmiðstöð Íslands um næstu áramót, en starfsfólk þar er 81 talsins og var tilkynnt um ákvörðunina í morgun.

Sjá nánar: Þórdís leggur Nýsköpunarmiðstöð Íslands niður og 81 missir starfið – „Mikilvægt að endurskoða hlutverk opinberra stofnana reglulega“

Samfylking á afturlappirnar

Ákvörðun Þórdísar mælist misjafnlega fyrir á samfélagsmiðlum í dag.

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar segir:

„Við erum að sigla inn í tíma þar sem nýsköpun verður að leika miklu stærra hlutverk í verðmætasköpun landsins. Störf sem byggja á henni geta líka skipt miklu máli í að byggja upp fjölbreytt störf um allt land. Ég átta mig ekki á hvernig í ósköpun það að leggja niður Nýsköpunarmiðstöð getur verið liður í því.“

Þingmaður Samfylkingarinnar Helga Vala Helgadóttir segir þetta öfugþróun:

„Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar, sem stundum hefur verið nefnd ríkisstjórn framsóknarflokkanna þriggja, kemur orðið nýsköpun 19 sinnum fyrir. Hér hefur nýsköpunarráðherra ákveðið að leggja niður Nýsköpunarmiðstöð og ætlar hún að finna nýjan farveg fyrir þau verkefni sem haldið verður áfram (sem þeim hugnast) en í tilkynningu ráðuneytisins segir að með breytingunum vilji ráðherra „stuðla að öflugum opinberum stuðningi þar sem hans er þörf í núverandi umhverfi. (Valið af ráðherra en ekki faglega?) Þetta er enn eitt dæmið um það hvernig ríkisstjórnin vinnur. Algjör geðþótti og þjónkun við stjórnvöld á að ræða för þegar kemur að atvinnuuppbyggingu og nýsköpun. Mér líst ekkert á þessa þróun.“

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar tekur í sama streng:

„Mér eins og eflaust flestum brá verulega við að frétta af þessu áðan og hef ég óskað eftir kynningu á þessari ákvörðun sem fyrst í atvinnuveganefndinni. Hún kemur á óvart þessi ákvörðun ráðherra að loka um 80 manna vinnustað sem hefur það hlutverk að styðja við nýsköpun um allt land þegar niðursveifla er í efnahagslífinu. Sérstaklega hef ég áhyggjur af landshlutunum utan höfuðborgarsvæðisins en það verður fróðlegt að heyra kynningu ráðuneytisins og hvernig þau sjá fyrir sér að vinna þá fyrstu hjálp til frumkvöðla sem Nýsköpunarmiðstöð hefur veitt svo vel.“

Er hún galin?

Gagnrýnin er þó ekki bundin við þingflokk Samfylkingarinnar.

Ragnar nokkur segir:

„Er hún galin? „Eitt leiðarljósa nýsköpunarstefnu fyrir Ísland er að nýta eigi fjármagn til rannsókna og frumkvöðla umfram umsýslu og yfirbyggingu. Það er mikilvægt að endurskoða hlutverk opinberra stofnana reglulega svo stjórnvöld geti sem best þjónað hlutverki sínu um stuðning við nýsköpun í landinu,“ Af hverju leggur hún ekki bara niður allar opinberar stofnanir og byrjar á iðnaðarráðuneytinu?“

Þá segir Ólafur einn þetta vera vondar fréttir:

„Ekki góðar fréttir. Hef verið í farsælu samstarfi við fólk hjá NMÍ nánast frá því ég kom heim úr námi og stofnaði rannsóknarhópinn minn. Þarna starfar góður hópur af fólki.“

Daníel nokkur setur spurningamerki við ráðgjafa Þórdísar:

„Hvaðan fær Þórdís Kolbrún ráðleggingar? Þetta er eitthvað það vitlausasta sem ég hefi heyrt og lesið. Það er ekkert fullþróað ríki án Iðntæknistofnunar. Gríðarlegur stuðningur hefur komið frá þeirri stofnun til handa iðnaðinum í landinu í fjölda mörg ár. Hvað á að koma í staðinn? Ég ætla rétt að vona að undið verði ofan af þessu hið fyrsta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Baráttan um Bessastaði – Hvorn ætlar þú að kjósa ? – Taktu þátt í könnuninni

Baráttan um Bessastaði – Hvorn ætlar þú að kjósa ? – Taktu þátt í könnuninni
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Segir flugfreyjur hjá Icelandair vel geta unnið meira – „Er engin vorkunn“

Segir flugfreyjur hjá Icelandair vel geta unnið meira – „Er engin vorkunn“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Bogi Nils sakaður um lögbrot – Nýtt flugfreyjufélag segist „tilbúið til umræðu“

Bogi Nils sakaður um lögbrot – Nýtt flugfreyjufélag segist „tilbúið til umræðu“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Telja frumvarp forsætisráðherra brjóta gegn stjórnarskránni og EES-samningnum

Telja frumvarp forsætisráðherra brjóta gegn stjórnarskránni og EES-samningnum