fbpx
Fimmtudagur 28.maí 2020
Eyjan

Kolbrún segist hæfari en Stefán og er tilbúin að kæra – „Tel líkur á að ég hafi verið órétti beitt“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 20. febrúar 2020 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kolbrún Halldórsdóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra VG hyggst krefja RÚV um öll gögn sem varða ráðningu Stefáns Eiríkssonar í starf útvarpsstjóra. Fái hún gögnin hyggst hún leggja mat á hvort tilefni sé til að leggja fram kæru til jafnréttisnefndar kærumála. Fái hún ekki gögnin, hyggst hún kæra til kærunefndarinnar, þar sem RÚV sé óheimilt að neita nefndinni um gögnin. Stundin greinir frá.

Kolbrún segir að brotið hafi verið á sér þegar gengið var framhjá henni við valið á útvarpsstjóra, en ákvörðunin var tekin af stjórn RÚV, en Capacent sá um ráðningaferlið

„Ég tel líkur á að ég hafi verið órétti beitt. Ég tel að svo hafi verið. Mitt persónulega mat er að þarna hafi minna hæfur karlmaður verið tekinn fram yfir hæfari konu. Ég verð hins vegar að geta sannreynt það og beiti því þeim tækjum sem ég hef til þess,“

segir Kolbrún.

Mikil leynd

Mikill styr hefur staðið um ráðningu Stefáns, þar sem ráðningaferlið var óvenju ógagnsætt að þessu sinni. Venjulega hefur hið opinbera gefið út lista yfir þá umsækjendur sem sækja um háttsett störf hjá ríkinu, en Capacent lagði til að leynd yrði höfð yfir nöfnum umsækjenda, svo hæfari umsækjendur fengust. Þar með myndi nafnbirtingin ekki fæla mögulega umsækjendur frá. Það brýtur hinsvegar í bága við þau upplýsingalög sem birt voru á vef RÚV þar til að málið komst í hámæli, en síðan hefur RÚV sagt að sem opinbert hlutafélag gildi stjórnsýslu og upplýsingalög ekki um RÚV.

Alls sóttu 41 um stöðuna en valið stóð að lokum á milli Stefáns og Kolbrúnar.

Stjórn RÚV hefur áður neitað Kristínu Þorsteinsdóttur, fyrrverandi ritstjóra og útgefanda Fréttablaðsins, um rökstuðning fyrir ráðningu Stefáns, en hún var ein af umsækjendum.

Kolbrún hefur áður sagt að mál Ólínu Þorvarðardóttur, sem fékk 20 milljónir í bætur þegar gengið var framhjá henni í ráðningu þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum, sé tilefni til þess að skoða þurfi ráðningu útvarpsstjóra nánar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir flugfreyjur hjá Icelandair vel geta unnið meira – „Er engin vorkunn“

Segir flugfreyjur hjá Icelandair vel geta unnið meira – „Er engin vorkunn“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefst í dag

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefst í dag
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Telja frumvarp forsætisráðherra brjóta gegn stjórnarskránni og EES-samningnum

Telja frumvarp forsætisráðherra brjóta gegn stjórnarskránni og EES-samningnum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Börn Steingríms hafa leynt fyrir honum aðkastinu

Börn Steingríms hafa leynt fyrir honum aðkastinu