fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Eyjan

Foktjón í borginni mest áberandi í Grafarvogi, Úlfársárdal og Grafarholti

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 14. febrúar 2020 14:52

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stormurinn er nú að ganga niður en hann hefur valdið nokkrum usla í dag, þá einkum á Kjalarnesi. Samkvæmt vikulegum vettvangi borgarstjóra, Dags B. Eggertssonar, fundaði neyðarstjórn Reykjavíkurborgar á klukkutíma fresti í dag til að safna upplýsingum og taka stöðuna.

Borgarstjóri tekur fram að foktjón hafi mest verið áberandi í Grafarvogi, Úlfarsárdal og Grafarholti.

Dagur tekur fram að viðbragðsaðilar hafi staðið vaktina af prýði í dag.

„Að mínu mati hafa slökkvilið, lögregla og aðrir viðbragðsaðilar og síðast en ekki síst björgunarsveitir unnið gríðarlega vel og ekki stigið feilspor. Þó það versta sé vonandi afstaðið hér á höfuðborgarsvæðinu getum við ennþá búist við því að eitthvað komi upp á eða eitthvað hafi gerst sem við vitum ekki ennþá af, t.d. flóð í kjöllurum eða eignatjón.

Já, við erum enn og aftur minnt á að við búum í landi þar sem gera þarf ráð fyrir að óblíð náttúra kalli á vel skipulagt viðbragð, góða hlustun og samstöðu. Það finnst mér borgarbúar sannarlega hafa sýnt í dag. Ég vona að komandi helgi verið róleg og ánægjuleg.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus