fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Samskiptamiðlar magna upp kvíða, öryggisleysi og vantraust – við þurfum eitthvað betra

Egill Helgason
Miðvikudaginn 29. janúar 2020 22:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég er sannfærður um að mikið af þeim kvíðavandamálum sem tröllríða veröldinni í dag eigi upptök sín í samskiptamiðlum. Við erum sífellt að kíkja á þá en þeir auka ekki skilning okkar á heiminum, þvert á móti virkar hann ruglingslegri og brotakenndari. Á samskiptamiðlum fáum við mótsagnakenndar fréttir, mál eiga til að blása þar upp langt umfram tilefni – svo blæs það yfir eins og hvassviðri en það er einatt stutt í næsta illviðri. Við missum mælikvarðann á því hvað er stórt og hvað er smátt, hvað er hismi og hvað er kjarni. Við fáum á tilfinningu að riki upplausn – og á móti getur sú tilfinning magnað upp raunverulegt upplausnarástand þar sem alls kyns lýðskrumarar ganga á lagið.

Notkun samskiptamiðla gerir okkur ringluð. Þeir virka þannig á heilann að þeir gefa snögga örvun – við verðum í raun háð þeim – sjálfur hef ég talið mig upplifa að samskiptamiðlar hafa slæm áhrif á minnið. Samskiptamiðlar eru í raun andstæðan við að lesa bók – og eftir því sem við notum samskiptamiðlana meira minnkar bóklestur. Það er ekki bara vegna þess að samskiptamiðlar séu tímaþjófur, heldur ræna þeir mann líka einbeitingunni til að lesa lengri texta.

Önnur uppspretta kvíða á samskiptamiðlum er hinn eilífi samanburður við náungann. Við sjáum myndir af öðru fólki sem okkur sýnist að vegni mjög vel, og við fyllumst þeirri tilfinningu að við séum gagnslítil, höfum farið á mis við allt of marga hluti í lífinu, aðrir hafi valið miklu betur, og í raun sé fátt sem bíði okkur annað en elli og dauði. Þannig elur þessi eilífi flaumur af sé öryggisleysi og tómleikakennd.

Þetta er í rauninni skelfing, hvernig við höfum látið samskiptamiðlana yfirtaka líf okkar, hvað þeir eru orðnir miðlægir í tilverunni, þetta er dæmi um tækni sem fór langt fram úr sér og fram úr því sem mannskepnan höndlar eða þarf. En líkurnar á að við rísum upp gegn tækninni og vélunum eru víst afar litlar og líklegra að það versni fyrr en það batnar.

Þessar hugleiðingar kviknuðu eiginlega út frá grein sem ég las í Kjarnanum áðan. Þar skrifar Elfa Ýr Gylfadóttir, framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar, um áhrif Google og Facebook á starfsemi fjölmiðla. Þetta er reyndar einfalt – þessir risamiðlar eru að ganga af fjölmiðlum dauðum út um alla veröld. Það sem tekur við er einhvers konar brotakennd fréttamennska/umræða á netinu sem gerir afar lítið til að auka þekkingu okkar og skilning. Myndbönd af YouTube eru jafngild og umfjöllum í virtum dagblöðum þar sem liggur löng vinna að baki. Og það eru Google og Facebook sem uppskera fjárhagslega fyrir vinnu blaða- og fréttamanna hverra kjör fara sífellt versnandi. Elfa Ýr skrifar:

En hvað hefur breyst og hvert eru tekjur fjöl­miðla að fara? Tækni­breyt­ingar og breytt fjöl­miðla­notkun hefur leitt til þess að sam­keppnin er orðin gríð­ar­lega mikil og mark­að­ur­inn orð­inn alþjóð­leg­ur. Á árinu 2018 fór um 35% af heild­ar­aug­lýs­inga­tekjum á dönskum mark­aði til Face­book og Goog­le, eða um 86 millj­arða íslenskra króna. Í Sví­þjóð er mark­aðs­hlut­deild þess­ara tveggja banda­rísku risa hin sama og í Dan­mörku og fengu Face­book og Google 182 millj­arða íslenskra króna í aug­lýs­inga­tekjur á sænskum mark­aði árið 2018. Nú er svo komið að aug­lýs­inga­tekjur Face­book og Google eru hærri en sam­an­lagðar áskrift­ar- og aug­lýs­inga­tekjur dag­blaða í Sví­þjóð. Það sama gildir um danska og norska mark­að­inn á árinu 2018.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega
Eyjan
Í gær

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Lýsa vantrausti á ríkisstjórnina, krefjast þingrofs og nýrra kosninga

Lýsa vantrausti á ríkisstjórnina, krefjast þingrofs og nýrra kosninga
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB er miklu meira en sameiginlegur markaður og evran

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB er miklu meira en sameiginlegur markaður og evran
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sögusagnir sem borgin vísaði á bug eiga sér meiri stoð í raunveruleikanum en af er látið

Sögusagnir sem borgin vísaði á bug eiga sér meiri stoð í raunveruleikanum en af er látið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Fylgið minnkað um helming – 40 þúsund vantreysta Bjarna sem sætir afarkostum VG

Orðið á götunni: Fylgið minnkað um helming – 40 þúsund vantreysta Bjarna sem sætir afarkostum VG