fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Eyjan

Minjastofnun með alvarlegar athugasemdir – „Skapar óvissu á fjölmörgum sviðum“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 29. janúar 2020 18:00

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindarráðherra

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Minjastofnun Íslands gerir alvarlegar athugasemdir við drög umhverfisráðherra að frumvörpum um Þjóðgarðastofnun og þjóðgarða og um Hálendisþjóðgarð. Eru þau sögð valda lagaóvissu um framkvæmd minjavörslu og valdmörk stofnana og er gagnrýnt að stofnunin hafi ekki verið með í ráðum. Þetta kemur fram í tilkynningu.

„Með frumvörpum um Þjóðgarðastofnun og Hálendisþjóðgarð er í raun verið að færa umsýslu menningarminja á um 40% landsins frá Minjastofnun Íslands yfir til Þjóðgarðastofnunar og Hálendisþjóðgarðar, þar á meðal friðlýsingar menningarminja og menningarlandslags. Málið er samt ekki svo einfalt, því áfram gilda lög um menningarminjar nr. 80/2012 og skapa frumvörpin bæði (verði þau að lögum) mikla lagaóvissu um framkvæmd minjavörslu. Óvissa skapast um valdmörk stofnana og undir hvaða ráðherra málaflokkurinn heyrir.“

Menningarminjavarsla á Íslandi er á hendi mennta- og menningarmálaráðherra en Minjastofnun framkvæmir lög um menningarminjar í umboði hans.

„Um þennan stjórnsýsluvanda og hvernig hann skapar óvissu á fjölmörgum sviðum um framkvæmd minjavörslu, eins og t.d. um friðlýsingar og verndaraðgerðir, upplýsingagjöf og fræðslu um minjar í þjóðgörðum, aðgengi að minjastöðum og uppbyggingu innviða, fornleifarannsóknir og veitingu leyfa til þeirra svo eitthvað sé nefnt, er fjallað ítarlega í umsögnum stofnunarinnar um frumvörpin tvö.“

Ekki haft samráð

Þrátt fyrir að ætla megi út frá frumvörpunum að menningarminjar séu gerðar að ábyrgðarsviði Þjóðgarðastofnunar er í raun enga umfjöllun um menningarminjar að finna í greinargerðum með frumvörpunum né umfjöllun um hvernig Þjóðgarðastofnun komi að þessum málaflokki, að mati Minjastofnunar:

„Minjastofnun Íslands hafði enga aðkomu að gerð frumvarpanna og virðist sem enginn með sérþekkingu á málefnum menningarminja eða framkvæmd laga um málaflokkinn, eins og þau hafa verið frá 2001, hafi komið að gerð þeirra. Fyrir vikið skortir heildarsýn á hvernig framkvæmd minjavörslu er háttað í landinu og hvernig henni ætti að vera háttað í þjóðgörðum og á friðlýstum náttúruverndarsvæðum. Minjavarsla á Íslandi á sér langa hefð og byggir í grunninn á lögum um verndun fornmenja frá 1907, en á sér þó enn lengri sögu þar sem minjar voru fyrst teknar undir opinbera vernd árið 1817. Undirbúningur vegna núgildandi laga um menningarminjar nr. 80/2012 stóð yfir í mörg ár.

Epli og appelsínur

Við frumvarpsgerðina nú virðist helsta fyrirmyndin vera sú hvernig þjóðgarðar eru reknir í Bandaríkjunum, en minjavarsla á Íslandi á sér djúpar og traustar rætur í evrópskri lagahefð.

Varsla jarðfastra minjastaða, sögustaða, húsa og mannvirkja hefur þróast verulega frá því að hún var skilin frá Þjóðminjasafni Íslands fyrir 19 árum og hefur stofnunin átt í náinni samvinnu við systurstofnanir í Evrópu allan þann tíma.  Starfsfólkið hefur m.a. setið fjölda stjórna og nefnda og unnið stefnur á vegum forstöðumanna minjastofnana í Evrópu: European Heritage Heads Forum (https://www.ehhf.eu/); stofnana sem fást við fornleifavernd í Evrópu: European Archaeological Council ( https://www.europae-archaeologiae-consilium.org/) og samtök forstöðumanna minjastofnana á Norðurlöndunum og alþjóðlegra samtaka eins og ICOMOS. Helstu þekkingu á málaflokknum, sýn hans, áhersluatriðum og þeim stefnum sem unnið er eftir er að finna hjá starfsfólki Minjastofnunar Íslands.

Minjastofnun Íslands lítur svo á að aukið hlutverk þjóðgarða við vernd og eftirlit með menningarminjum geti orðið til heilla fyrir framkvæmd minjavörslu í landinu. Með því móti má samnýta krafta og fjármagn til verndar bæði náttúru og menningarminjum á umræddum svæðum. Allar breytingar á lögum, reglum og verklagi í þá átt og aðkomu þjóðgarða að minjavörslu þarf hins vegar að gera með virkri aðkomu Minjastofnunar og því ráðuneyti sem hún heyrir undir: mennta- og menningarmálaráðuneyti. Mikilvægt er að vel sé staðið að slíkri framkvæmd og að hún verði í samræmi við stefnu stjórnvalda í báðum málaflokkum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sigurður Amlín nýr rekstrarstjóri hjá Stöð 2

Sigurður Amlín nýr rekstrarstjóri hjá Stöð 2