fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Eyjan

Íslendingar duglegri við umönnun langveikra, fatlaðra og aldraðra

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 29. janúar 2020 16:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt nýlegri skýrslu Eurostat kemur fram að um níu prósent fullorðinna Íslendinga sinna umönnun langveikra, fatlaðra eða aldraðra ástvina sinna, og bætist sú umönnun ofan á aðrar skyldur við börn og barnabörn.

Ísland sker sig frá grannþjóðum að þessu leyti. Í Evrópu almennt eru það um fjögur prósent fólks sem hafa á hendi slíka umönnun en á Norðurlöndum í kringum þrjú prósent.

Þetta kemur fram á vef Alþingis, en Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, er málshefjandi á þessu í sérstakri umræðu á þinginu í dag um örörku kvenna og álags vegna umönnunarstarfa. Til andsvara verður Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.

„Þótt auðvitað séu frá því undantekningar þá er það vitað mál að þessi umönnun lendir að langmestu leyti á herðum kvenna í fjölskyldum og bætist þá iðulega við krefjandi störf á vinnumarkaði,“

segir á vef Alþingis.

„Ekki er fjarri lagi að álykta að samhengi sé milli þessa álags á konum innan fjölskyldna og þeirrar staðreyndar að fjölgun örorkulífeyrisþega hér á landi að undanförnu hefur verið að langmestu leyti í hópi kvenna á aldrinum 50 til 66 ára, að því er fram hefur komið í rannsóknum Kolbeins Stefánssonar, með tilheyrandi kulnun og örmögnun. Spyrja má hvort hér sé um að ræða fórnarkostnað af því að velta skyldum velferðarsamfélagsins yfir á fjölskyldurnar og inn á heimilin í landinu og hvort samfélaginu beri ekki að finna leiðir til að minnka þetta álag, sem á eftir að aukast enn samfara því að þjóðin eldist.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sigurður Amlín nýr rekstrarstjóri hjá Stöð 2

Sigurður Amlín nýr rekstrarstjóri hjá Stöð 2